Óli var búinn að vara við: „Ef þeir syngja um mig þá kveikir það í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 15:32 Ólafur Ólafsson naut sín í botn í Síkinu í gærkvöld og það virðist afar ólíklegt að hann komi þangað aftur í vor. Stöð 2 Sport Ólafur Ólafsson var frábær á Sauðárkróki í gær þegar Grindavík fór illa með Íslandsmeistara Tindastóls og komst í 2-0 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Óli var valinn PlayAir leiksins og hann segist einfaldlega hafa vitað að hann yrði að gera enn meira en áður, vegna umdeilds leikbanns DeAndre Kane. „Ég vissi bara að ég þyrfti að koma tilbúinn, af því að við vorum manni færri. Ég er búinn að reyna að segja Tindastóls-stuðningsmönnunum margoft að ef þeir syngja eitthvað um mig þá kveikir það bara í mér. Þeir voru að syngja eitthvað fyrir leik og það þurfti ekki mikið til að kveikja í mér. Þannig að ég var alltaf að fara að setja niður fyrsta skotið,“ sagði Óli hress í Körfuboltakvöldi eftir leik en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Ólafur Ólafs Stefán Árni Pálsson benti á að Óli hefði í raun þurft að fylla í skarð karaktersins sem Kane er – fara óhikað í menn og sjá til þess að enginn í hinu liðinu fengi að vaða eitthvað uppi: „Ég var pínulítið í þessu áður fyrr en er með tvo einstaklinga í þessu núna. Ég er búinn að taka það að mér frekar að halda þeim í skefjum. En þegar ég þarf þá geri ég það,“ sagði Óli sem var líkt og margir Grindvíkingar ekki hrifinn af dómnum sem Kane fékk: „Þegar ég fékk fréttirnar um að hann [Kane] væri að fara í bann þá sendi ég svona myndband af því að það væri verið að hella bensíni á eldinn. Það þarf ekki mikið til að kveikja í okkur. Svo er hann að fá aukadaga í hvíld núna svo að hann mætir ferskur í næsta leik,“ sagði Óli en skemmtilegt spjall hans við sérfræðinga Körfuboltakvölds má sjá hér að ofan. Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Óli var valinn PlayAir leiksins og hann segist einfaldlega hafa vitað að hann yrði að gera enn meira en áður, vegna umdeilds leikbanns DeAndre Kane. „Ég vissi bara að ég þyrfti að koma tilbúinn, af því að við vorum manni færri. Ég er búinn að reyna að segja Tindastóls-stuðningsmönnunum margoft að ef þeir syngja eitthvað um mig þá kveikir það bara í mér. Þeir voru að syngja eitthvað fyrir leik og það þurfti ekki mikið til að kveikja í mér. Þannig að ég var alltaf að fara að setja niður fyrsta skotið,“ sagði Óli hress í Körfuboltakvöldi eftir leik en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Ólafur Ólafs Stefán Árni Pálsson benti á að Óli hefði í raun þurft að fylla í skarð karaktersins sem Kane er – fara óhikað í menn og sjá til þess að enginn í hinu liðinu fengi að vaða eitthvað uppi: „Ég var pínulítið í þessu áður fyrr en er með tvo einstaklinga í þessu núna. Ég er búinn að taka það að mér frekar að halda þeim í skefjum. En þegar ég þarf þá geri ég það,“ sagði Óli sem var líkt og margir Grindvíkingar ekki hrifinn af dómnum sem Kane fékk: „Þegar ég fékk fréttirnar um að hann [Kane] væri að fara í bann þá sendi ég svona myndband af því að það væri verið að hella bensíni á eldinn. Það þarf ekki mikið til að kveikja í okkur. Svo er hann að fá aukadaga í hvíld núna svo að hann mætir ferskur í næsta leik,“ sagði Óli en skemmtilegt spjall hans við sérfræðinga Körfuboltakvölds má sjá hér að ofan.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tindastóll Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira