Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 13:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB segir villta vestrið í gjaldtöku bílastæða. Þá sé refsigleðinn ótamin og erfitt fyrir neyendur að átta sig á af hverju verið sé að senda rukkanir í heimabanka. Vísir Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum. Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum.
Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira