„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 19:34 Kosið verður um tillöguna seinna í kvöld. Vísir/Einar Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. Tillagan er meðal annars til komin vegna aðkomu Bjarna Benediktssonar að Íslandsbankasölunni meðan hann var fjármála- og efnahagsráðherra og gjörða Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og fyrrverandi matvælaráðherra, í tengslum við tímabundið hvalveiðibann. Þrátt fyrir að aðrir þingflokkar séu ekki skráðir fyrir vantrauststillögunni þykir líklegt að þingmenn annarra þingflokka í stjórnarandstöðunni greiði atkvæði með tillögunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í sinni ræðu að hún krefðist þingrofs og kosninga eigi síðar en 26. júní, rúmum þremur vikum eftir forsetakosningar. Heimir Már hefur fylgst með umræðunum í dag. Hann náði tali af Bjarna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvort hann og Svandís hafi tekið ábyrgð á sínum gjörðum varðandi Íslandsbankasöluna og hvalveiðar segist Bjarni hafa gert það með þeim hætti að hafa sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Og ég gerði það með þeim skýringum sem fylgdu, meðal annars um að völdum fylgi ábyrgð og svo framvegis. Það verður á endanum hver og einn að gera það upp við sig hvernig menn axla ábyrgð í svona málum,“ segir Bjarni. Mörg stór mál á borði Hann segist hafa stuðning í þinginu til þess að halda áfram störfum og ríkisstjórnin hafi mjög ríflegan meirihluta. „Það er auðvitað aðalatriði málsins á þessum tímapunkti þegar það kemur fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina,“ segir Bjarni og bendir á að ekki hafi komið upp vantrauststillaga á hendur honum vegna Íslandsbankamálsins. Þá hafi vantrauststillagan gagnvart Svandísi, sem er komin úr matvælaráðuneytinu, ekki verið tekin fyrir á þingi. „Þetta finnst mér vera algjör aukaatriði máls á þessum tímapunkti. Hér er ný ríkisstjórn með ríflegan meirihluta. Brýn verkefni, allt frá Grindavík yfir í húsnæðismál og hælisleitendamál. Nú er ný fjármálaáætlun komin sem leggur gunn að fjárlögum næsta árs. Lögreglulögin og fiskeldi og fleira,“ segir Bjarni. „Þetta eru málin sem tími þingsins á að fara í, að mínu mati. Fyrirséð hvernig fer Þannig að það er ekki tímabært að boða til kosninga ofan í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar og fara svo að blása til kosninga til þings þremur dögum síðar? „Þegar þú ert með þingmeirihluta að baki svona mikilvægum málum eins og við höfum í dag, mjög ríflegan meirihluta hér á þinginu og stuðning við ríkisstjórn, nei. Þá er engin ástæða til að boða til kosninga. Þá eiga menn bara að halda áfram í vinnunni.“ Þannig að þú ert alveg afslappaður yfir að ríkisstjórnin er ekki að fara að falla í þessari atkvæðagreiðslu? „Já, og meira að segja segir flytjandi málsins að það sé augljóst að tillagan falli þannig að ég hefði nú bara viljað næsta mál á dagskrá. En svona virkar nú lýðræðið, manni er frjálst að koma með tillögur hér í þinginu og við erum vön að taka þessar tillögur strax til afgreiðslu. Þannig að hún verður afgreidd hér á eftir og ég held það sé fyrirséð hvernig hún fer. Aðalatriðið er að tíminn í þinginu nýtist til að gera fólkinu í landinu gagn.“ Heldurðu að öll þessi stóru mál sem þú nefndir hér áðan náist til afgreiðslu fyrir þinglok í júní? „Sagan sýnir að það er hægt að ljúka mörgum stórum málum. Ég get ekkert fullyrt um hvernig það tekst hjá okkur en ég hef aðeins áhyggjur af því að hér verði stundað málþóf og teygt á tíma þingsins. En við höfum drjúgan tíma og getum fundað fram á nótt og inn í júní eftir forsetakosningar. Þannig að við munum nota hann eins vel og hægt er og vonandi tekst samkomulag við stjórnarflokkana um dagskrána.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira
Tillagan er meðal annars til komin vegna aðkomu Bjarna Benediktssonar að Íslandsbankasölunni meðan hann var fjármála- og efnahagsráðherra og gjörða Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og fyrrverandi matvælaráðherra, í tengslum við tímabundið hvalveiðibann. Þrátt fyrir að aðrir þingflokkar séu ekki skráðir fyrir vantrauststillögunni þykir líklegt að þingmenn annarra þingflokka í stjórnarandstöðunni greiði atkvæði með tillögunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í sinni ræðu að hún krefðist þingrofs og kosninga eigi síðar en 26. júní, rúmum þremur vikum eftir forsetakosningar. Heimir Már hefur fylgst með umræðunum í dag. Hann náði tali af Bjarna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvort hann og Svandís hafi tekið ábyrgð á sínum gjörðum varðandi Íslandsbankasöluna og hvalveiðar segist Bjarni hafa gert það með þeim hætti að hafa sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. „Og ég gerði það með þeim skýringum sem fylgdu, meðal annars um að völdum fylgi ábyrgð og svo framvegis. Það verður á endanum hver og einn að gera það upp við sig hvernig menn axla ábyrgð í svona málum,“ segir Bjarni. Mörg stór mál á borði Hann segist hafa stuðning í þinginu til þess að halda áfram störfum og ríkisstjórnin hafi mjög ríflegan meirihluta. „Það er auðvitað aðalatriði málsins á þessum tímapunkti þegar það kemur fram vantrauststillaga á ríkisstjórnina,“ segir Bjarni og bendir á að ekki hafi komið upp vantrauststillaga á hendur honum vegna Íslandsbankamálsins. Þá hafi vantrauststillagan gagnvart Svandísi, sem er komin úr matvælaráðuneytinu, ekki verið tekin fyrir á þingi. „Þetta finnst mér vera algjör aukaatriði máls á þessum tímapunkti. Hér er ný ríkisstjórn með ríflegan meirihluta. Brýn verkefni, allt frá Grindavík yfir í húsnæðismál og hælisleitendamál. Nú er ný fjármálaáætlun komin sem leggur gunn að fjárlögum næsta árs. Lögreglulögin og fiskeldi og fleira,“ segir Bjarni. „Þetta eru málin sem tími þingsins á að fara í, að mínu mati. Fyrirséð hvernig fer Þannig að það er ekki tímabært að boða til kosninga ofan í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar og fara svo að blása til kosninga til þings þremur dögum síðar? „Þegar þú ert með þingmeirihluta að baki svona mikilvægum málum eins og við höfum í dag, mjög ríflegan meirihluta hér á þinginu og stuðning við ríkisstjórn, nei. Þá er engin ástæða til að boða til kosninga. Þá eiga menn bara að halda áfram í vinnunni.“ Þannig að þú ert alveg afslappaður yfir að ríkisstjórnin er ekki að fara að falla í þessari atkvæðagreiðslu? „Já, og meira að segja segir flytjandi málsins að það sé augljóst að tillagan falli þannig að ég hefði nú bara viljað næsta mál á dagskrá. En svona virkar nú lýðræðið, manni er frjálst að koma með tillögur hér í þinginu og við erum vön að taka þessar tillögur strax til afgreiðslu. Þannig að hún verður afgreidd hér á eftir og ég held það sé fyrirséð hvernig hún fer. Aðalatriðið er að tíminn í þinginu nýtist til að gera fólkinu í landinu gagn.“ Heldurðu að öll þessi stóru mál sem þú nefndir hér áðan náist til afgreiðslu fyrir þinglok í júní? „Sagan sýnir að það er hægt að ljúka mörgum stórum málum. Ég get ekkert fullyrt um hvernig það tekst hjá okkur en ég hef aðeins áhyggjur af því að hér verði stundað málþóf og teygt á tíma þingsins. En við höfum drjúgan tíma og getum fundað fram á nótt og inn í júní eftir forsetakosningar. Þannig að við munum nota hann eins vel og hægt er og vonandi tekst samkomulag við stjórnarflokkana um dagskrána.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fjögra til fimm metra bratti þar sem rútan fór útaf „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Sjá meira