Flóttamenn tóku forskot á stóra plokkdaginn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 21:37 Stóri plokkdagurinn verður haldinn þann 30. apríl. Vísir Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn. Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira