Flóttamenn tóku forskot á stóra plokkdaginn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 21:37 Stóri plokkdagurinn verður haldinn þann 30. apríl. Vísir Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn. Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira