Glæsilegur þokubogi í Gunnarsholti Lovísa Arnardóttir skrifar 18. apríl 2024 09:09 Þokuboginn er greinilegur þrátt fyrir þónokkra þoku. Mynd/Jakub Sidor Þokubogi myndaðist í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu í morgun. Þokubogi er eins og hvítur regnbogi. Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar. Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar er að finna umfjöllun um þokuboga. Þar segir að hann líkist hvítum regnboga að því leytinu til að hann sést við ljósbrot sólgeislunar í dropum í lofti, en í mun minni dropum. Jakub Sidor tók myndir sem hann sendi á fréttastofu um klukkan átta í morgun. Þar segir einnig að hefðbundinn regnbogi sjáist þegar regn fellur en að baki áhorfanda skín sólin. Það þurfi einnig að gerast þegar þokubogi myndast en í stað þess að ljósbrotið sé í regndropum, og litir regnbogans birtist áhorfanda, verður ljósbrotið í skýjadropum. Stórfenglegur þokubogi. Mynd/Jakub Sidor Við ljósbrot í skýjadropum, á sama hátt og í regndropum, endurkastast ljósið í átt að áhorfandanum frá aftara yfirborði dropans, en dreifing ljósgeislans er ríkjandi þáttur. Það þýðir, samkvæmt vef Veðurstofunnar, að endurkastaði geislinn er breiðari en frá regndropa og litirnir smyrjast út. Það gefur hvítan eða mjög lítinn þokuboga með daufum rauðum lit yst og bláum innst. Oft sjást þessir litir betur á ljósmyndum en með beru auga. Þokubogar eru einnig að jafnaði breiðari en regnbogar. Skýjadropar geta verið í lofti þótt frost fari allt niður að -15 stigum. Það getur því verið þoka og þokubogar birst áhorfenda þó frost sé allmikið. Þokuboginn er eins og hvítur regnbogi. Mynd/Jakub Sidor „Þoka er ekkert annað en ský við yfirborð og er samsett úr örsmáum vatnsdropum, skýjadropum sem eru 10–1000 sinnum minni er regndropar. Meðalradíus slíkra dropa er um 0,1 millimetrar, en getur verið allt frá 0,01 til 0,1 mm. Skýjadropar eru svo léttir að þeir svífa en þegar droparnir eru nógu þungir til að falla kallast þeir regndropar, og minnstu regndroparnir súldardropar,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Veður Rangárþing ytra Grín og gaman Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Sjá meira