Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 10:20 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn Rovers, viðurkennir að undanfarnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skagamaðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólskulegri tæklingu í mikilvægum leik Íslands og Ísrael á dögunum. Tækling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tímabilinu. Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti. Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Arnór neyðist því til að fylgjast með úr stúkunni er liðsfélagar hans í enska B-deildar liðinu Blackburn Rovers róa lífróður í deildinni. „Þetta hefur gengið ágætlega,“ segir Arnór í samtali við Rovers TV aðspurður hvernig endurhæfingin gengi. „Það var hins vegar erfið vika að ganga í gegnum þegar að það varð ljóst að ég myndi missa af restinni af tímabilinu. En svona er fótboltinn. Endurhæfingin hefur þó gengið vel. Þetta er erfið staða að vera í. Sér í lagi vegna þess að staðan er þannig að við þurfum að berjast fyrir okkar. Hver leikur er mjög mikilvægur og að geta ekki lagt lóð á vogarskálarnar hefur verið mjög erfitt.“ Roy Revivo, leikmaður Ísrael, fékk réttilega að líta rauða spjaldið, í mikilvægum umspilsleik Íslands og Ísrael þann 21.mars síðastliðin, eftir fólskulegt brot á Arnóri þegar að rétt rúmlega stundarfjórðungur eftir lifði leiks. „Þetta var fáránleg tækling. Þegar að ég talaði við læknana eftir þetta atvik þá minntust þeir á það hversu heppinn ég hefði verið að þetta hefði ekki endað verra. Að ökklinn hefði ekki brotnað.“ Þó að aðstæðurnar séu ekki eins og best er á kosið kýs Arnór að líta á björtu hliðarnar. „Maður verður að horfa á það jákvæða í þessu. Fyrstu tvær vikurnar eftir þetta voru erfiðastar. Þær eru nú að baki. Þetta eru erfið meiðsli þar sem að þetta tengist liðböndum í ökklanum. Það tekur tíma að snúa til baka úr svona meiðslum. Við erum ekki með neina ákveðna dagsetningu í huga varðandi endurkomuna. Ég mun hins vegar ekki snúa aftur fyrir lok tímabilsins.“ Blackburn Rovers vann mikilvægan sigur á einu af toppliðum B-deildarinnar, Leeds United, í síðustu umferð. Sigurinn sér til þess að Blackburn situr í 17.sæti deildarinnar þegar að þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Fimm stigum frá fallsæti.
Landslið karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira