Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2024 13:51 Niðurstaða ríkissaksóknara er sú afturkalla skuli ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra um niðurfellingu á rannsókn á slysasleppingum úr sjókvíum fyrir vestan. vísir/einar/lögreglan Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“ Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta er niðurstaða ríkissaksóknara eftir að ákvörðun Helga var kærð til hans. Andstæðingar sjókvíaeldis fagna. Niðurstaða hans var að um væri að ræða hagsmuni alls almennings og því ekki loku fyrir skotið að kærendur hafi haft hagsmuna að gæta af úrlausn málsins. Enda liggur fyrir að mikill fjöldi eldislaxa slapp úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm en laxar sem raktir hafa verið til umræddrar kvíar hafa veiðst í ám landsins. „Almenningur allur hefur hagsmuni af því að villtum ferskvatnsfiskstofnum sé ekki spillt með neikvæðum vistfræðiáhrifum. Verða kærur kærenda því teknar til efnislegrar skoðunar,“ segir meðal annars í ítarlegri niðurstöðu Ríkissaksóknara. Ásetningur sem og gáleysi nægi til refsiábyrðar Ríkissaksóknari segir jafnframt að umbúnaði við fiskeldið hafi verið áfátt og ekki farið eftir gildandi verklagsreglum og ákvæðum reglugerðar né laga sem um starfsemina gilda. Þetta leiddi til þess að eldisfiskur slapp úr fiskeldisstöðinni. „Þá liggur ekkert fyrir um að kærði eða aðrir sem refsiábyrgð bera samkvæmt refsiákvæðinu hafi aðhafst til að tryggja að unnið væri eftir verklagsreglum.“ Samkvæmt ákvæðinu bera stjórnarmenn og framkvæmdastjóri rekstrarleyfishafa refsiábyrgð. Kærði er samkvæmt eigin framburði forstjóri ASF og nú skráður sem stjórnarformaður. Á þeim tíma sem meint brot átti sér stað var Hildur Árnadóttir skráður stjórnarformaður. Bæði eru þau nú skráð sem raunverulegir eigendur ASF. Ekki var tekin skýrsla af Hildi Árnadóttur við rannsókn málsins, þrátt fyrir að hún hafi á þeim tíma verð skráður stjórnarformaður ASF.“ Ákvörðun ríkissaksóknara er afdráttarlaus. Hann segir að ásetningur og gáleysi nægi til refsiábyrðar. „Ríkissaksóknari fellst ekki á túlkun lögreglustjóra á orðalaginu ,„ef sakir eru miklar“. Tekið er undir túlkun kærenda á að orðalagið vísi til þess að refsimörkin séu fésekt en ef sakir eru miklar geti refsing orðið allt að tveggja ára fangelsi. Helgi misskildi eða skildi ekki túlkun refsiábyrgða Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, er einn kærenda en þeir voru alls um þrjátíu talsins. Hann segir í samtali við Vísi að nú hljóti Lögreglustjórinn á Vestfjörðum að taka málið upp aftur og rannsaki það þá af alvöru. Spurður hvort hann sé hæfur til þess eftir það sem á undan sé gengið segir Gunnar Örn að þeir hafi, á sínum tíma, bent á ákveðna hættu á vanhæfi. „Það var ekki fjallað efnislega um það í þessari niðurstöðu. Og þarf að una því. En þetta er góð viðurkenning á því að aldrei var framkvæmd nein rannsókn. Þetta er vel ígrunduð ákvörðun ríkissaksóknara þar sem hann metur ýmsa þætti málsins. Og fjallar í löngu máli um misskilning lögreglustjórans á túlkun refsiákvæða.“
Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Dómsmál Lögreglumál Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira