Þetta er í fjórða sinn sem kjarnorkuknúinn kafbátur bandaríska sjóhersins kemur í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi eða frá því að utanríkisráðherra tilkynnti 18. apríl á síðasta ári að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar.
Í tilkynningu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands leiðii framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið.
Þar kemur einnig fram að USS New Hampshire er orrustukafbátur af Virginia-gerð og að slíkir kafbátar beri ekki kjarnavopn.
Meðfylgjandi mynd er í eigu Landhelgisgæslunnar og er af bandaríska kafbátnum USS California úti fyrir ströndum Íslands í janúar.