Að skilja faglega Sævar Þór Jónsson skrifar 18. apríl 2024 14:30 Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun