Bandaríkin stöðvuðu fulla aðild Palestínumanna að SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:10 Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna í öryggisráðinu, réttir upp hönd til þess að beita neitunarvaldi um umsókn Palestínumanna um fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum. AP/Yuki Iwamura Ályktun um fulla aðild Palestínumanna að Sameinuðu þjóðanna var felld í öryggisráðinu í kvöld þegar Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Fulltrúi Bandaríkjanna sagði það ekki til marks um andstöðu þeirra við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð. Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Palestínumenn endurnýjuðu tilraunir sínar til þess að fá fulla aðild að Sameinuðu þjóðunum í apríl, studdir 140 ríkjum sem viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki. Þeir hafa nú stöðu áheyrnarríkis og aðild að stofnunum Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðasakamáladómstólnum. Tillagan sem lá fyrir öryggisráðinu í kvöld var sú fáorðasta í sögu ráðsins. Hún gerði ráð fyrir að umsókn Palestínumanna um fulla aðild yrði vísað til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þar sem hún hefði vafalaust verið samþykkt. Tólf þjóðir greiddu atkvæði með tillögunni en tvö sátu hjá. Aðeins Bandaríkin greiddu atkvæði á móti en þau hafa neitunarvald í ráðinu. Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á fundinum að atkvæði sitt endurspeglaði ekki andstöðu Bandaríkjastjórnar við að Palestínumenn fengju sitt eigið ríkið. Það gæti hins vegar aðeins orðið að veruleika með beinum viðræðum Ísraela og Palestínumanna. Sagði Wood ýmsum spurningum ósvarað um hvort að Palestína geti talist ríki. Vísaði hann meðal annars til þess að Hamas-samtökin réðu enn ríkjum á Gasaströndinni. Bandaríkjastjórn væri enn ákveðin í að liðka fyrir tveggja ríkja lausn í deilu Ísraela og Palestínumanna. Royad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínumanna, þakkaði ríkjunum sem studdu umsóknina. Þeir væru ekki af baki dottnir þrátt fyrir synjunina. „Við hættum ekki tilraunum okkar. Palestínuríki er óumflýjanlegt. Það er raunverulegt. Hugsanlega finnst þeim það fjarlægt en við sjáum það í nánd og við höfum trú,“ sagði Mansour. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira