Umræður um bókasafn og önnur söfn Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 20. apríl 2024 17:01 Sagan Fyrir 10 árum reis Hljómahöll sem viðbót við félagsheimilið Stapann sem er víðfræg uppspretta skemmtilegheita í áratugi. Þetta fræga og fallega menningarhús er stjarna Reykjanesbæjar í öllu sínu veldi með þeirri öfluga skemmtimiðju sem Stapinn er, metnaðarfulli tónlistarskólinn okkar og þar hefur Rokksafn Íslands einnig verið staðsett með sýningu um rokksögu Íslands. Við höfum verið og verðum áfram afar stolt af öllum þessum einingum, en því miður hafa aðrar mikilvægar menningarstofnanir setið á hakanum til að mynda í húsnæðismálum og er bókasafnið okkar dæmi um slíkt. Mikilvæg og metnaðarfull menningarstofnun sem þjónar stöðugt mikilvægara hlutverki í okkar samfélagi, samfélagi fjölmenningar, deilihagkerfis og sjálfbærni. Áskoranir Tímarnir breytast og stöðugt mæta okkur nýjar áskoranir þegar kemur að því að þróa blómlegt samfélag. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgar mjög hratt, samsetning íbúa breytist, væntingar um þróun og uppbyggingu eru miklar en svigrúm í rekstri bæjarfélagsins takmarkað. Þjónusta sveitarfélaga er fjölbreytt, verkefnin eru sum hver lögbundin en önnur eru valkvæð og mótast af stefnumörkum kjörinna fulltrúa hverju sinni. Forgangsröðun byggir alltaf á því að fyrst þarf að sinna lögbundnum verkefnum. Það er ábyrgðarhluti að vera í bæjarstjórn og stýra fjármagni íbúa sveitarfélagsins. Það er okkar skylda að gera það á sem hagkvæmastan hátt og að láta fjármagnið nægja í þau verkefni sem eru mest aðkallandi. Við þurfum líka að huga að því sem fylgir fjölmenningarsamfélagi þar sem þriðjungur íbúa okkar hefur ekki íslensku sem móðurmál, hvaða stoðir þarf að styrkja og hvernig við getum þróað þjónustu til að mæta breyttum aðstæðum. Forgangsröðun verkefna Breytingar eru oft erfiðar og snúnar. Breytingar á safni sem hefur verið hluti af okkar bæ í 10 ár framkallar eðlilega miklar tilfinningar. Við skiljum það en stundum verðum við að bregðast við aðstæðum og taka erfiðar ákvarðanir. Reykjanesbær er að framkvæma mörg verkefni eftir fjöldamörg ár sem við gátum ekkert eða lítið gert vegna mjög erfiðrar skuldastöðu. Það hefur tekið okkur mörg ár að snúa því ferli við og við megum aldrei missa sjónar á því verkefni aftur. Forgangsverkefnin snúa að því að endurreisa byggingarnar okkar sem eru að glíma við rakavandamál en tveir stórir skólar eru í þeim vanda. Til að mæta mikilli barnafjölgun erum við að byggja tvo nýja leikskóla og opna útibú við þann þriðja. Nýja 80 rýma hjúkrunarheimilið okkar er að rísa og það fyllist eflaust á fyrsta degi miðað við biðlista. Í Njarðvík er loks að rísa ný íþróttahöll og hönnun fer af stað í ár til uppbyggingar á nýju sameiginlegu íþróttasvæði við afreksbraut. Forgangsröðunin er til uppbyggingar í hag barna og ungmenna, forgangsröðun sem meirihluti kjörinna fulltrúa í Reykjanesbæ hefur ákveðið. Staða málsins Nú liggur fyrir ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um flutning bókasafnsins í Hljómahöllina um næstu áramót enda hefur þrengt verulega að starfsemi þess í ráðhúsinu undanfarin ár. Þrír kostir voru skoðaðir; að gera ekkert, að byggja nýtt bókasafn fyrir rúma tvo milljarða sem tekur um þrjú ár eða að flytja bókasafnið í Hljómahöll. Fleiri kostir voru líka skoðaðir t.d. að setja bókasafnið í íþróttaakademíuna sem hýsir nú fimleikafélagið okkar en sú leið þótti of dýr og óhentug. Staðan er þó sú að eins mikið og við myndum vilja reisa nýtt 2.000 m² bókasafn þá er fjárhagur sveitarfélagsins ekki þannig að slíkt sé mögulegt. Að sama skapi er ekki mögulegt að horfa lengur á vandamálið, við verðum að bregðast við og það erum við að gera. Staðreyndirnar Því miður hefur umræðan um þessi mál verið nokkuð óskýr og upplýsingar frá bæjaryfirvöldum þótt misvísandi. Það er auðvitað slæmt að slíkt gerist og okkur þykir leitt að það hafi valdið óþægindum og óróa. Því viljum við koma á framfæri mikilvægum staðreyndum um stöðu þessa verkefnis í von um að slíkt auki skýrleika og skilning. Bókasafnið mun flytja frá ráðhúsi Reykjanesbæjar yfir í Hljómahöll í byrjun árs 2025. Sú ákvörðun var staðfest í bæjarstjórn þann 5. mars af átta bæjarfulltrúum af 11 eða af fjórum flokkum af fimm. Með breytingunum er verið að efla og auka aðgengi íbúa að Hljómahöll en upphaflegt hlutverk Stapans var að vera félagsheimili íbúa. Við ætlum áfram að halda á lofti tónlistarsögu og menningu Suðurnesja. Hvort að Rokksafnið verði að hluta til enn til staðar í Hljómahöll eða verður annars staðar í sveitarfélaginu, er ekki ljóst á þessari stundu en verkefnahópur er að störfum að fjalla um málið. Í dag er verkefnahópur að störfum um hvernig við stýrum þessu máli á sem bestan hátt. Skólastjóri tónlistarskólans, forstöðumaður bókasafnsins og framkvæmdastjóri Hljómahallar eru í hópnum til að raddir allra fái að heyrast um þetta mál. Nefndin hefur fengið rúma sjö mánuði til að leggja fram tillögur um nýtingu og uppsetningu hússins. Með þessum breytingum sameinast mikilvægar menningarstofnanir Reykjanesbæjar í Hljómahöll sem styrkir hana sem miðju menningar og fjölbreytts mannlífs í Reykjanesbæ. Það er ljóst að allar stofnanir þurfa að hliðra til og gera breytingar á sínum högum að einhverju leyti. Bókasafnið verður opið fyrir alla íbúa með fjölbreyttum viðburðum, fræðslu og skemmtunum. Hljómahöllin mun áfram sinna sínu hlutverki og Stapinn og Berg sömuleiðis. Áfram verður staðið vörð um öflugt starf í tónlistarskólanum þó einhverjar breytingar kunni að verða sem munu þó ekki hafa áhrif á tónlistarkennslu né biðlista. Hljómahöllin mun með þessu festa sig í sessi sem menningarmiðja og samfélagshús. Einhverjar fórnir þarf að færa en það er líka augljóst að með þessu skapast fjölmörg ný tækifæri fyrir stofnanirnar sjálfar svo ekki sé minnst á eigendur þeirra, bæjarbúa alla. Bæjarfulltrúar eru framlenging íbúa og kosnir til verka af þeim. Við reynum að vanda okkur eins og kostur er og taka ákvarðanir sem eru hagkvæmastar fyrir íbúa. Það er okkar einlæga von að íbúar muni njóta góðs af stækkun bókasafnsins í hjarta menningarhússins okkar. Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir munu halda áfram, við stöndum vörð um öflugt starf í tónlistarskólanum og sameiginleg menningarflóra mun halda áfram í okkar sögufrægu Hljómahöll. Við vonum að sem flestir íbúar ört stækkandi bæjarfélags eigi þangað erindi sem oftast og fylli þannig húsið af lífi frá morgni til kvölds. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Tónlist Tónleikar á Íslandi Menning Söfn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan Fyrir 10 árum reis Hljómahöll sem viðbót við félagsheimilið Stapann sem er víðfræg uppspretta skemmtilegheita í áratugi. Þetta fræga og fallega menningarhús er stjarna Reykjanesbæjar í öllu sínu veldi með þeirri öfluga skemmtimiðju sem Stapinn er, metnaðarfulli tónlistarskólinn okkar og þar hefur Rokksafn Íslands einnig verið staðsett með sýningu um rokksögu Íslands. Við höfum verið og verðum áfram afar stolt af öllum þessum einingum, en því miður hafa aðrar mikilvægar menningarstofnanir setið á hakanum til að mynda í húsnæðismálum og er bókasafnið okkar dæmi um slíkt. Mikilvæg og metnaðarfull menningarstofnun sem þjónar stöðugt mikilvægara hlutverki í okkar samfélagi, samfélagi fjölmenningar, deilihagkerfis og sjálfbærni. Áskoranir Tímarnir breytast og stöðugt mæta okkur nýjar áskoranir þegar kemur að því að þróa blómlegt samfélag. Íbúum í Reykjanesbæ fjölgar mjög hratt, samsetning íbúa breytist, væntingar um þróun og uppbyggingu eru miklar en svigrúm í rekstri bæjarfélagsins takmarkað. Þjónusta sveitarfélaga er fjölbreytt, verkefnin eru sum hver lögbundin en önnur eru valkvæð og mótast af stefnumörkum kjörinna fulltrúa hverju sinni. Forgangsröðun byggir alltaf á því að fyrst þarf að sinna lögbundnum verkefnum. Það er ábyrgðarhluti að vera í bæjarstjórn og stýra fjármagni íbúa sveitarfélagsins. Það er okkar skylda að gera það á sem hagkvæmastan hátt og að láta fjármagnið nægja í þau verkefni sem eru mest aðkallandi. Við þurfum líka að huga að því sem fylgir fjölmenningarsamfélagi þar sem þriðjungur íbúa okkar hefur ekki íslensku sem móðurmál, hvaða stoðir þarf að styrkja og hvernig við getum þróað þjónustu til að mæta breyttum aðstæðum. Forgangsröðun verkefna Breytingar eru oft erfiðar og snúnar. Breytingar á safni sem hefur verið hluti af okkar bæ í 10 ár framkallar eðlilega miklar tilfinningar. Við skiljum það en stundum verðum við að bregðast við aðstæðum og taka erfiðar ákvarðanir. Reykjanesbær er að framkvæma mörg verkefni eftir fjöldamörg ár sem við gátum ekkert eða lítið gert vegna mjög erfiðrar skuldastöðu. Það hefur tekið okkur mörg ár að snúa því ferli við og við megum aldrei missa sjónar á því verkefni aftur. Forgangsverkefnin snúa að því að endurreisa byggingarnar okkar sem eru að glíma við rakavandamál en tveir stórir skólar eru í þeim vanda. Til að mæta mikilli barnafjölgun erum við að byggja tvo nýja leikskóla og opna útibú við þann þriðja. Nýja 80 rýma hjúkrunarheimilið okkar er að rísa og það fyllist eflaust á fyrsta degi miðað við biðlista. Í Njarðvík er loks að rísa ný íþróttahöll og hönnun fer af stað í ár til uppbyggingar á nýju sameiginlegu íþróttasvæði við afreksbraut. Forgangsröðunin er til uppbyggingar í hag barna og ungmenna, forgangsröðun sem meirihluti kjörinna fulltrúa í Reykjanesbæ hefur ákveðið. Staða málsins Nú liggur fyrir ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um flutning bókasafnsins í Hljómahöllina um næstu áramót enda hefur þrengt verulega að starfsemi þess í ráðhúsinu undanfarin ár. Þrír kostir voru skoðaðir; að gera ekkert, að byggja nýtt bókasafn fyrir rúma tvo milljarða sem tekur um þrjú ár eða að flytja bókasafnið í Hljómahöll. Fleiri kostir voru líka skoðaðir t.d. að setja bókasafnið í íþróttaakademíuna sem hýsir nú fimleikafélagið okkar en sú leið þótti of dýr og óhentug. Staðan er þó sú að eins mikið og við myndum vilja reisa nýtt 2.000 m² bókasafn þá er fjárhagur sveitarfélagsins ekki þannig að slíkt sé mögulegt. Að sama skapi er ekki mögulegt að horfa lengur á vandamálið, við verðum að bregðast við og það erum við að gera. Staðreyndirnar Því miður hefur umræðan um þessi mál verið nokkuð óskýr og upplýsingar frá bæjaryfirvöldum þótt misvísandi. Það er auðvitað slæmt að slíkt gerist og okkur þykir leitt að það hafi valdið óþægindum og óróa. Því viljum við koma á framfæri mikilvægum staðreyndum um stöðu þessa verkefnis í von um að slíkt auki skýrleika og skilning. Bókasafnið mun flytja frá ráðhúsi Reykjanesbæjar yfir í Hljómahöll í byrjun árs 2025. Sú ákvörðun var staðfest í bæjarstjórn þann 5. mars af átta bæjarfulltrúum af 11 eða af fjórum flokkum af fimm. Með breytingunum er verið að efla og auka aðgengi íbúa að Hljómahöll en upphaflegt hlutverk Stapans var að vera félagsheimili íbúa. Við ætlum áfram að halda á lofti tónlistarsögu og menningu Suðurnesja. Hvort að Rokksafnið verði að hluta til enn til staðar í Hljómahöll eða verður annars staðar í sveitarfélaginu, er ekki ljóst á þessari stundu en verkefnahópur er að störfum að fjalla um málið. Í dag er verkefnahópur að störfum um hvernig við stýrum þessu máli á sem bestan hátt. Skólastjóri tónlistarskólans, forstöðumaður bókasafnsins og framkvæmdastjóri Hljómahallar eru í hópnum til að raddir allra fái að heyrast um þetta mál. Nefndin hefur fengið rúma sjö mánuði til að leggja fram tillögur um nýtingu og uppsetningu hússins. Með þessum breytingum sameinast mikilvægar menningarstofnanir Reykjanesbæjar í Hljómahöll sem styrkir hana sem miðju menningar og fjölbreytts mannlífs í Reykjanesbæ. Það er ljóst að allar stofnanir þurfa að hliðra til og gera breytingar á sínum högum að einhverju leyti. Bókasafnið verður opið fyrir alla íbúa með fjölbreyttum viðburðum, fræðslu og skemmtunum. Hljómahöllin mun áfram sinna sínu hlutverki og Stapinn og Berg sömuleiðis. Áfram verður staðið vörð um öflugt starf í tónlistarskólanum þó einhverjar breytingar kunni að verða sem munu þó ekki hafa áhrif á tónlistarkennslu né biðlista. Hljómahöllin mun með þessu festa sig í sessi sem menningarmiðja og samfélagshús. Einhverjar fórnir þarf að færa en það er líka augljóst að með þessu skapast fjölmörg ný tækifæri fyrir stofnanirnar sjálfar svo ekki sé minnst á eigendur þeirra, bæjarbúa alla. Bæjarfulltrúar eru framlenging íbúa og kosnir til verka af þeim. Við reynum að vanda okkur eins og kostur er og taka ákvarðanir sem eru hagkvæmastar fyrir íbúa. Það er okkar einlæga von að íbúar muni njóta góðs af stækkun bókasafnsins í hjarta menningarhússins okkar. Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir munu halda áfram, við stöndum vörð um öflugt starf í tónlistarskólanum og sameiginleg menningarflóra mun halda áfram í okkar sögufrægu Hljómahöll. Við vonum að sem flestir íbúar ört stækkandi bæjarfélags eigi þangað erindi sem oftast og fylli þannig húsið af lífi frá morgni til kvölds. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun