Breiðholt brennur Eðvarð Hilmarsson skrifar 20. apríl 2024 21:01 Oft eru glæður áður en það verður bál og fólk hristir hausinn yfir því að enginn hafi áttað sig á aðstæðum áður en illa fór. Við höfum samt valið, við getum byggt upp góða framtíð í stað þess að þurfa að deyfa elda. Við heyrum oft af óeirðum erlendis. Árið 2011 brann hluti Lundúna á meðan óeirðir geysuðu og margir lögreglumenn slösuðust eftir árásir, það sama gerðist árið 2022 í Svíþjóð og 2023 í Frakklandi og Þýskalandi. Þessir atburðir hafa verið ólíkir hefðbundnum mótmælum þar sem ofbeldi, þjófnaður og eyðilegging hafa því miður verið fylgifiskur, oft með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa þeirra svæða sem verða fyrir þessu. Eftir slík áföll þá spyr fólk sig hvað hefði mátt gera betur í aðdraganda slíkra viðburða en betra hefði verið að átta sig á hvað gæti valdið slíku ástandi. Reiði og ofbeldi eru aldrei gott verkfæri og það er óhugnanlegt þegar stór fjöldi ungs fólks sér það sem sinn besta kost að tortíma frekar en að byggja upp samfélagið sem það hefur alist upp í. Þetta ástand skapast ekki út af uppruna fólks, þetta er jafngamalt vandamál og mannkynssagan, misskipting og vanræksla framkallar óeirðir. Eftir slíkar hörmungar þá spyr fólk sig hvað fór úrskeiðis. Allir segjast vilja gera betur, alls konar sérfræðingar koma að málum og áhersla er lögð á hitt og þetta á meðan það endist. Almenningur reynir oftast að halda sig frá umræðunni þar sem að þrátt fyrir að vandinn virðist vera augljós er alls ekki auðvelt fyrir hvern sem er að ræða málið. Þjóðfélagsvandamálum er pakkað í einfaldar pakkningar, fólki raðað í hópa eftir kyni, húðlit og menningarlegum uppruna. Sumum er kennt að þeir hafi forréttindi á meðan öðrum er kennt að aðrir hafi forréttindi og því sé í raun ákveðin skuld í gangi sem hinir þurfi að greiða. Ég er stjórnmálafræðingur og ég veit vel að þetta er hvorki eina, né heppilegasta hugmyndafræðin sem við getum nýtt í greiningu þjóðfélagsvanda. Afneitun og innistæðulaus bjartsýni á núverandi stefnu er hins vegar meinið sem við þurfum að vinna gegn. Ég er grunnskólakennari og ég hef kennt í mínum hverfisskóla þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er komið upp í 90%. Ég tek það fram að þetta er ekki sérskóli, þetta er hverfisskóli. Ég hef mikinn metnað fyrir starfi mínu en áttaði mig samt á því á endanum að ég var ekki að starfa sem fagmaður á mínu sviði, nærvera mín var í raun falskur gæðastimpill á að börnin væru að fá menntun. Það getur enginn kennari á unglingastigi kennt hópi 25 barna, án viðeigandi kennslugagna, án stuðnings og allra síst ef að stór hluti nemenda skilur ekki kennarann. Ég kenndi náttúrufræði en við höfum slagorðið “Við erum öll íslenskukennarar”. Það gefur samt augaleið að það kennir enginn samskipti með því að reyna að ræða við 25 börn í einu. Sú staðreynd að enginn í 9. bekk gat skilið setninguna “hjartað dælir blóði”, kveikti á viðvörunarbjöllum þar sem nemendur með íslensku sem móðurmál þekktu orðið ekki heldur. Orðið dæla er of flókið til þess að finnast í því málumhverfi sem börnin þurfa að nota. Það er ekki í mannlegu eðli að nota flóknari orðaforða heldur en það sem meirihlutinn skilur og þegar það er algengt að þegar fólk bætist við sem skilur minna en hópurinn þá heldur einföldun á máli sínu gildi áfram. Það sorglega er að þetta eru klárir krakkar fullir af umhyggju. Mjög fáir nemendur sem ég hef kennt í hverfisskólanum mínum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar. Menntakerfið okkar er ótrúlega ógagnsætt (lítið samræmi er á milli einkunnargjafa í ólíkum skólum eða jafnvel á meðal ólíkra kennara). Lokaafurð þessa menntakerfis er hins vegar fjöldi ungs fólks sem hefur verið svikinn um menntun. Þau fara út í lífið með lítið á bakinu nema svikin loforð um að þau eigi sama séns og aðrir. Þau taka það inn á sig að hafa brugðist og að geta ekki ráðið við framhaldsskólanám, allavega á meðan þau trúa því sem sagt var við þau “þú getur þetta, haltu áfram, gangi þér vel”. Ég á tvær stjúpdætur sem útskrifuðust úr þessum sama hverfisskóla. Þær fluttu til landsins á grunnskólaaldri og þeim vegnaði vel. Umhverfið var þá allt annað, raunverulegur stuðningur var í boði og kerfið var ekki brostið. Sem mikill tölvunörd þá er ég til dæmis sérstaklega stoltur að dóttir mín sé að klára framhaldsskólanám með áherslu á forritun. Strákurinn minn býr hins vegar ekki í sama heimi og systurnar gerðu. Hann er tvítyngdur þar sem enska er aðallega töluð heima fyrir (ég er bæði Kanadamaður og Íslendingur og konan mín er Breti af arabískum og breskum uppruna). Á leikskólagöngunni var eitt barn með íslensku sem móðurmál af sautján í kringum hann, hann og einn annar áttu eitt íslenskt foreldri og voru því tvítyngdir. Ég hef oft séð þessi börn syngja undrafögur lög á íslensku en það hryggir mig að vita að þau skilja textann engan veginn. Mörg þeirra fá stimpil um skertan málþroska, ég þurfti sjálfur að afþakka 14 milljóna inneign í formi stuðnings talmeinafræðings (sem almenna tryggingarkerfið hefði greitt) þar sem ég vissi að þessi greining væri innistæðulaus (og það hefur verið staðfest síðan). Drengurinn var með orðaforða og málþroska á ensku langt umfram aldur. Þessi mögulega árátta um sjúkdómsvæðingu vandans hefur bæði ýtt foreldrum í burtu og er sennilega að kosta okkur almannafé sem væri betur varið í fleiri kennara og aðra sérfræðinga til þess að kenna börnunum bæði mál og samskipti. Svona mál eru birtingarmynd þess að neyðarástand ríki. Það gefur augaleið að ég gerði allt sem ég gat til þess að koma barninu mínu í annað umhverfi, en það þýðir ekki að ég sé sáttur við að skilja eftir vanda þeirra sem eftir eru í kyrrþey. Tala innflytjenda fer hækkandi og í grunn- og leikskólakerfinu erum við að sjá tölur sem eru að nálgast 20% í borginni, sem dreifast ójafnt og viss svæði eiga við fjölgun í veldisvexti á meðan önnur sjá örfá prósent. Ef þú kortleggur hvar þú myndir halda að stéttaskipting (búseta eftir efnahag) væri þá ertu með nokkurn veginn með sama kort. Við höfum engar raunhæfar stoðir í grunnskólakerfinu til þess að taka við þessu verkefni. Við erum að skapa aðstæður þar sem vantraust, vanlíðan, ótti og reiði er að fara að stigmagnast í þjóðfélaginu. Fjölskyldur af erlendum uppruna eru vinna og borga sína skatta í góðri trú um að kerfið sé að mennta börnin og að það gefi næstu kynslóð aðgengi að þjóðfélaginu. Á sama tíma og almenningur er að berjast í bökkum að halda húsnæði eru stór leigufélög (sem eiga nú flestar eignir sem við misstum í hruninu) að leigja hinu opinbera húsnæði fyrir hælisleitendur. Þetta er hluti af þeim 15 milljarða króna kostnaði sem fer í þennan málaflokk á ári. Sveitarfélög eru löngu komin yfir þolmörk og kostnaður við það verkefni sem skólar eru skyldaðir til þess að sinna er val á milli gjaldþrots eða mannréttindabrota. Fólkið okkar, óháð uppruna þarf stoðkerfi sem hugsar um okkur og hefur burði til þess að veita okkur góða framtíð. Sveitafélög geta ekki hækkað fasteignagjöld upp úr öllu valdi til þess að stemma stigu við hækkandi kostnað málaflokka sem eru í veldisvexti. Það myndi endanlega þurrka út fasteignaeign almennings ásamt því að hækka leigu verkafólks (sem nú þegar er stjórnlaus). Munur á leigufélögum og almenningi er einnig sá að ríkið niðurgreiðir rekstur leigufélaga með leigubótum (sem skila sér á endanum beint til þeirra án raunhæfs aðhalds). Við erum með hagkerfi sem er fullt af lekum sem við höfum ekki efni á að lagfæra ekki. Nægilegt fjármagn virðist vera til fyrir sum verkefni á meðan okkar mikilvægustu stoðkerfi eru ítrekað fjársvelt. Við ætlum til dæmis að greiða milljarð ári til þess að styrkja Úkraínu. Þetta er hærra en þær 800 miljónir sem fóru í það að styrkja stoðkerfin okkar eftir Covid eða þær 750 milljónir sem fóru í ráðgjafa til þess að selja bankann okkar með að því virðist sem minnstum hagnaði. Hvernig væri sú galna hugmynd að setja þess í stað milljarð í stoðkerfið sem nær alls ekki að hugsa um flóttafólkið frá Úkraníu sem er nú þegar hér. Má hugsa svona? Milljarður í samhengi Úkraínu dugir ekki fyrir 10 góðum loftvarnarskeytum, við munum alltaf vera lítill dropi í hafið þar. Við gætum hins vegar raunverulega bætt líf og kjör þeirra sem eru hingað komnir. Ég þurfti að bíða í 5 tíma á slysadeild þegar ég var í alvarlegu nýrnasteinakasti áður en hægt var að skoða mig á þessu ári. Ég fékk nýrnasteina mjög sennilega út af bólgum sem tengjast þeirri miklu myglu sem var í skólum sem ég var að vinna í (þeir skólar eru nú í framkvæmdum). Vanræksla stjórnvalda er alvarlegt vandamál. Skortur á fjármagni í stoðkerfum er að sliga okkur öll og okkur sem er beinlínis farið að stafa hætta af þessu ástandi fer fjölgandi. En hver er lausnin? Við þurfum fyrst að viðurkenna vandann og játa að sumt í þjóðfélaginu er ekki að ganga upp vegna vanrækslu yfirvalda. Við þurfum að fjarlægja óttann við að segja frá því sem er að gerast í kringum okkur til þess að við getum fundið lausnir. Fólkið sem hefur flust hingað er ekki að valda þessu og það hefur jafn miklar áhyggjur af því hversu mikil vanræksla virðist vera í gangi gangvart almenningi. Við höfum rannsóknir, styrki, fræðslu, námskeið og annað í boði, en það leysir ekki þann augljósa vanda sem kominn er. Einn kennari getur ekki hjálpað 25 einstaklingum sem þurfa víðtæka aðstoð á sama tíma. Það er blekking að halda að hægt sé að finna upp kerfi eða lausn þar sem það gengur upp án þess að þar sé framið mannréttindabrot. Ég hef vakið athygli á þessu ástandi alls staðar það sem ég hef fengið rödd og vitundarvakning er hafin þó að hún sé enn hæg. Ég áttaði mig á því að ég sem kennari væri að svíkja þessi börn um menntun með því að taka þátt í þessu þegjandi og hljóðalaust. Allar þær miklu gáfur og hæfileikar sem þessi börn hafa gagnast þeim lítið þegar þjóðfélagið gefur þeim ekki tækifæri. Barn sem er svikið um menntun er fullorðinn manneskja sem svikin er um framtíð. Þessi börn eru ótrúlega klár og umhyggjusöm og það hryggir mig að við séum að bregðast þeim í stórum stíl. Þetta skrifast ekki á kennara, kollegar mínir eru hetjur og gera ótrúlega margt með lítið í höndunum. Kennarar taka þetta inn á sálina, þeir eru fagaðilar og hjartað segir þeim að þeir eigi að redda þessu. Kennarar hafa þekkinguna og viljann, en þeir eru sviknir um verkfærin sem þeir þurfa. Ég fór því út fyrir kennslurýmið til þess að sækja aðstoð. Þrátt fyrir lítinn áhuga á félagsstörfum þá fór ég í framboð til samninganefndar Félags Grunnskólakennara og inn í stjórn KFR (Kennarafélags Reykjavíkur) í þeirri von að ég gæti gefið þessu máli rödd, ásamt því að vinna í kjaramálum okkar. Þetta eru trúnaðarstörf og það veldur því að vissu leyti get ég tjáð mig minna en ella þar sem forystan þarf að leiða okkur. Hér er ég hins vegar í framboði og því er eðlilegt að ég tjái mig akkúrat núna. Það er bara til ein raunhæf lausn: Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, grunnskólakennari, kjörinn fulltrúi kennara í samninganefnd Félags Grunnskólakennara, ritari Kennarafélags Reykjavíkur og í framboði til formanns Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Íslensk tunga Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Oft eru glæður áður en það verður bál og fólk hristir hausinn yfir því að enginn hafi áttað sig á aðstæðum áður en illa fór. Við höfum samt valið, við getum byggt upp góða framtíð í stað þess að þurfa að deyfa elda. Við heyrum oft af óeirðum erlendis. Árið 2011 brann hluti Lundúna á meðan óeirðir geysuðu og margir lögreglumenn slösuðust eftir árásir, það sama gerðist árið 2022 í Svíþjóð og 2023 í Frakklandi og Þýskalandi. Þessir atburðir hafa verið ólíkir hefðbundnum mótmælum þar sem ofbeldi, þjófnaður og eyðilegging hafa því miður verið fylgifiskur, oft með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa þeirra svæða sem verða fyrir þessu. Eftir slík áföll þá spyr fólk sig hvað hefði mátt gera betur í aðdraganda slíkra viðburða en betra hefði verið að átta sig á hvað gæti valdið slíku ástandi. Reiði og ofbeldi eru aldrei gott verkfæri og það er óhugnanlegt þegar stór fjöldi ungs fólks sér það sem sinn besta kost að tortíma frekar en að byggja upp samfélagið sem það hefur alist upp í. Þetta ástand skapast ekki út af uppruna fólks, þetta er jafngamalt vandamál og mannkynssagan, misskipting og vanræksla framkallar óeirðir. Eftir slíkar hörmungar þá spyr fólk sig hvað fór úrskeiðis. Allir segjast vilja gera betur, alls konar sérfræðingar koma að málum og áhersla er lögð á hitt og þetta á meðan það endist. Almenningur reynir oftast að halda sig frá umræðunni þar sem að þrátt fyrir að vandinn virðist vera augljós er alls ekki auðvelt fyrir hvern sem er að ræða málið. Þjóðfélagsvandamálum er pakkað í einfaldar pakkningar, fólki raðað í hópa eftir kyni, húðlit og menningarlegum uppruna. Sumum er kennt að þeir hafi forréttindi á meðan öðrum er kennt að aðrir hafi forréttindi og því sé í raun ákveðin skuld í gangi sem hinir þurfi að greiða. Ég er stjórnmálafræðingur og ég veit vel að þetta er hvorki eina, né heppilegasta hugmyndafræðin sem við getum nýtt í greiningu þjóðfélagsvanda. Afneitun og innistæðulaus bjartsýni á núverandi stefnu er hins vegar meinið sem við þurfum að vinna gegn. Ég er grunnskólakennari og ég hef kennt í mínum hverfisskóla þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er komið upp í 90%. Ég tek það fram að þetta er ekki sérskóli, þetta er hverfisskóli. Ég hef mikinn metnað fyrir starfi mínu en áttaði mig samt á því á endanum að ég var ekki að starfa sem fagmaður á mínu sviði, nærvera mín var í raun falskur gæðastimpill á að börnin væru að fá menntun. Það getur enginn kennari á unglingastigi kennt hópi 25 barna, án viðeigandi kennslugagna, án stuðnings og allra síst ef að stór hluti nemenda skilur ekki kennarann. Ég kenndi náttúrufræði en við höfum slagorðið “Við erum öll íslenskukennarar”. Það gefur samt augaleið að það kennir enginn samskipti með því að reyna að ræða við 25 börn í einu. Sú staðreynd að enginn í 9. bekk gat skilið setninguna “hjartað dælir blóði”, kveikti á viðvörunarbjöllum þar sem nemendur með íslensku sem móðurmál þekktu orðið ekki heldur. Orðið dæla er of flókið til þess að finnast í því málumhverfi sem börnin þurfa að nota. Það er ekki í mannlegu eðli að nota flóknari orðaforða heldur en það sem meirihlutinn skilur og þegar það er algengt að þegar fólk bætist við sem skilur minna en hópurinn þá heldur einföldun á máli sínu gildi áfram. Það sorglega er að þetta eru klárir krakkar fullir af umhyggju. Mjög fáir nemendur sem ég hef kennt í hverfisskólanum mínum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar. Menntakerfið okkar er ótrúlega ógagnsætt (lítið samræmi er á milli einkunnargjafa í ólíkum skólum eða jafnvel á meðal ólíkra kennara). Lokaafurð þessa menntakerfis er hins vegar fjöldi ungs fólks sem hefur verið svikinn um menntun. Þau fara út í lífið með lítið á bakinu nema svikin loforð um að þau eigi sama séns og aðrir. Þau taka það inn á sig að hafa brugðist og að geta ekki ráðið við framhaldsskólanám, allavega á meðan þau trúa því sem sagt var við þau “þú getur þetta, haltu áfram, gangi þér vel”. Ég á tvær stjúpdætur sem útskrifuðust úr þessum sama hverfisskóla. Þær fluttu til landsins á grunnskólaaldri og þeim vegnaði vel. Umhverfið var þá allt annað, raunverulegur stuðningur var í boði og kerfið var ekki brostið. Sem mikill tölvunörd þá er ég til dæmis sérstaklega stoltur að dóttir mín sé að klára framhaldsskólanám með áherslu á forritun. Strákurinn minn býr hins vegar ekki í sama heimi og systurnar gerðu. Hann er tvítyngdur þar sem enska er aðallega töluð heima fyrir (ég er bæði Kanadamaður og Íslendingur og konan mín er Breti af arabískum og breskum uppruna). Á leikskólagöngunni var eitt barn með íslensku sem móðurmál af sautján í kringum hann, hann og einn annar áttu eitt íslenskt foreldri og voru því tvítyngdir. Ég hef oft séð þessi börn syngja undrafögur lög á íslensku en það hryggir mig að vita að þau skilja textann engan veginn. Mörg þeirra fá stimpil um skertan málþroska, ég þurfti sjálfur að afþakka 14 milljóna inneign í formi stuðnings talmeinafræðings (sem almenna tryggingarkerfið hefði greitt) þar sem ég vissi að þessi greining væri innistæðulaus (og það hefur verið staðfest síðan). Drengurinn var með orðaforða og málþroska á ensku langt umfram aldur. Þessi mögulega árátta um sjúkdómsvæðingu vandans hefur bæði ýtt foreldrum í burtu og er sennilega að kosta okkur almannafé sem væri betur varið í fleiri kennara og aðra sérfræðinga til þess að kenna börnunum bæði mál og samskipti. Svona mál eru birtingarmynd þess að neyðarástand ríki. Það gefur augaleið að ég gerði allt sem ég gat til þess að koma barninu mínu í annað umhverfi, en það þýðir ekki að ég sé sáttur við að skilja eftir vanda þeirra sem eftir eru í kyrrþey. Tala innflytjenda fer hækkandi og í grunn- og leikskólakerfinu erum við að sjá tölur sem eru að nálgast 20% í borginni, sem dreifast ójafnt og viss svæði eiga við fjölgun í veldisvexti á meðan önnur sjá örfá prósent. Ef þú kortleggur hvar þú myndir halda að stéttaskipting (búseta eftir efnahag) væri þá ertu með nokkurn veginn með sama kort. Við höfum engar raunhæfar stoðir í grunnskólakerfinu til þess að taka við þessu verkefni. Við erum að skapa aðstæður þar sem vantraust, vanlíðan, ótti og reiði er að fara að stigmagnast í þjóðfélaginu. Fjölskyldur af erlendum uppruna eru vinna og borga sína skatta í góðri trú um að kerfið sé að mennta börnin og að það gefi næstu kynslóð aðgengi að þjóðfélaginu. Á sama tíma og almenningur er að berjast í bökkum að halda húsnæði eru stór leigufélög (sem eiga nú flestar eignir sem við misstum í hruninu) að leigja hinu opinbera húsnæði fyrir hælisleitendur. Þetta er hluti af þeim 15 milljarða króna kostnaði sem fer í þennan málaflokk á ári. Sveitarfélög eru löngu komin yfir þolmörk og kostnaður við það verkefni sem skólar eru skyldaðir til þess að sinna er val á milli gjaldþrots eða mannréttindabrota. Fólkið okkar, óháð uppruna þarf stoðkerfi sem hugsar um okkur og hefur burði til þess að veita okkur góða framtíð. Sveitafélög geta ekki hækkað fasteignagjöld upp úr öllu valdi til þess að stemma stigu við hækkandi kostnað málaflokka sem eru í veldisvexti. Það myndi endanlega þurrka út fasteignaeign almennings ásamt því að hækka leigu verkafólks (sem nú þegar er stjórnlaus). Munur á leigufélögum og almenningi er einnig sá að ríkið niðurgreiðir rekstur leigufélaga með leigubótum (sem skila sér á endanum beint til þeirra án raunhæfs aðhalds). Við erum með hagkerfi sem er fullt af lekum sem við höfum ekki efni á að lagfæra ekki. Nægilegt fjármagn virðist vera til fyrir sum verkefni á meðan okkar mikilvægustu stoðkerfi eru ítrekað fjársvelt. Við ætlum til dæmis að greiða milljarð ári til þess að styrkja Úkraínu. Þetta er hærra en þær 800 miljónir sem fóru í það að styrkja stoðkerfin okkar eftir Covid eða þær 750 milljónir sem fóru í ráðgjafa til þess að selja bankann okkar með að því virðist sem minnstum hagnaði. Hvernig væri sú galna hugmynd að setja þess í stað milljarð í stoðkerfið sem nær alls ekki að hugsa um flóttafólkið frá Úkraníu sem er nú þegar hér. Má hugsa svona? Milljarður í samhengi Úkraínu dugir ekki fyrir 10 góðum loftvarnarskeytum, við munum alltaf vera lítill dropi í hafið þar. Við gætum hins vegar raunverulega bætt líf og kjör þeirra sem eru hingað komnir. Ég þurfti að bíða í 5 tíma á slysadeild þegar ég var í alvarlegu nýrnasteinakasti áður en hægt var að skoða mig á þessu ári. Ég fékk nýrnasteina mjög sennilega út af bólgum sem tengjast þeirri miklu myglu sem var í skólum sem ég var að vinna í (þeir skólar eru nú í framkvæmdum). Vanræksla stjórnvalda er alvarlegt vandamál. Skortur á fjármagni í stoðkerfum er að sliga okkur öll og okkur sem er beinlínis farið að stafa hætta af þessu ástandi fer fjölgandi. En hver er lausnin? Við þurfum fyrst að viðurkenna vandann og játa að sumt í þjóðfélaginu er ekki að ganga upp vegna vanrækslu yfirvalda. Við þurfum að fjarlægja óttann við að segja frá því sem er að gerast í kringum okkur til þess að við getum fundið lausnir. Fólkið sem hefur flust hingað er ekki að valda þessu og það hefur jafn miklar áhyggjur af því hversu mikil vanræksla virðist vera í gangi gangvart almenningi. Við höfum rannsóknir, styrki, fræðslu, námskeið og annað í boði, en það leysir ekki þann augljósa vanda sem kominn er. Einn kennari getur ekki hjálpað 25 einstaklingum sem þurfa víðtæka aðstoð á sama tíma. Það er blekking að halda að hægt sé að finna upp kerfi eða lausn þar sem það gengur upp án þess að þar sé framið mannréttindabrot. Ég hef vakið athygli á þessu ástandi alls staðar það sem ég hef fengið rödd og vitundarvakning er hafin þó að hún sé enn hæg. Ég áttaði mig á því að ég sem kennari væri að svíkja þessi börn um menntun með því að taka þátt í þessu þegjandi og hljóðalaust. Allar þær miklu gáfur og hæfileikar sem þessi börn hafa gagnast þeim lítið þegar þjóðfélagið gefur þeim ekki tækifæri. Barn sem er svikið um menntun er fullorðinn manneskja sem svikin er um framtíð. Þessi börn eru ótrúlega klár og umhyggjusöm og það hryggir mig að við séum að bregðast þeim í stórum stíl. Þetta skrifast ekki á kennara, kollegar mínir eru hetjur og gera ótrúlega margt með lítið í höndunum. Kennarar taka þetta inn á sálina, þeir eru fagaðilar og hjartað segir þeim að þeir eigi að redda þessu. Kennarar hafa þekkinguna og viljann, en þeir eru sviknir um verkfærin sem þeir þurfa. Ég fór því út fyrir kennslurýmið til þess að sækja aðstoð. Þrátt fyrir lítinn áhuga á félagsstörfum þá fór ég í framboð til samninganefndar Félags Grunnskólakennara og inn í stjórn KFR (Kennarafélags Reykjavíkur) í þeirri von að ég gæti gefið þessu máli rödd, ásamt því að vinna í kjaramálum okkar. Þetta eru trúnaðarstörf og það veldur því að vissu leyti get ég tjáð mig minna en ella þar sem forystan þarf að leiða okkur. Hér er ég hins vegar í framboði og því er eðlilegt að ég tjái mig akkúrat núna. Það er bara til ein raunhæf lausn: Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Ríkið þarf að koma inn með fjármagn í grunnskólakerfið. Höfundur er stjórnmálafræðingur, grunnskólakennari, kjörinn fulltrúi kennara í samninganefnd Félags Grunnskólakennara, ritari Kennarafélags Reykjavíkur og í framboði til formanns Kennarafélags Reykjavíkur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun