„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2024 14:20 Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra segir ljóst að foreldrar einhverfra barna þurfi aukinn stuðning. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“ Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“
Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira