Allir frá Litháen en tengsl liggja ekki fyrir Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. apríl 2024 16:05 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir Lögreglan á Suðurlandi fer fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku yfir mönnunum fjórum sem handteknir voru í gær í tengslum við andlát í sumarbústaðahverfinu Kiðjabergi. Yfirlögregluþjónn segir tengsl milli mannanna fjögurra og hins látna ekki liggja fyrir að svo stöddu. Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi óskaði í dag eftir því að fjórir karlmenn yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti manns á fertugsaldri í sumarbústaðabyggð í Árnessýslu. Enn er beðið eftir úrskurði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umrædd sumarbústaðabyggð í Kiðjabergi. Heimildir herma einnig að allir mennirnir, bæði hinir handteknu og hinn látni, eru frá Litháen. „Fyrsta tilkynning berst þarna á öðrum tímanum til okkar um meðvitundarleysi. Og þá er náttúrlega hefðbundið útkall. Viðbragðsaðilar hérna á svæðinu sem fara á staðinn,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. „Þegar það er komið á vettvang vaknar strax þessi grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, alla vegana ekki eðlilegum hætti,“ segir Jón Gunnar. Í kjölfarið hafi fjórir aðilar verið handteknir. Síðan hafi rannsókn verið í fullum gangi og aðilar fluttir á lögreglustöðina á Selfoss. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kiðjabergi. vísir „Við erum að fara fram á gæsluvarðhald fram í næstu viku,“ segir Jón Gunnar og að vænta megi úrskurðar í dag. Aðspurður segir hann að farið sé fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum mönnunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvernig áverkar voru á hinum látna, en aðstæður hafi verið þannig að það grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu. Þá getur hann ekki tjáð sig um hvort fleiri hafi verið á svæðinu en mennirnir fimm. Er eitthvað vitað um hvort atvikið hafi átt sér stað þarna um tvöleytið eða hvort það hafi átt sér stað fyrr um nóttina? „Það er bara hluti af því sem við erum að rannsaka núna.“ Jón Gunnar segir það ekki komið á hreint hver tengsl mannanna fimm séu. Að sama skapi sé til rannsóknar hvort fíkniefni hafi verið í spilinu, en ekki hafi fengist svör við því. Hann ítrekar að málið sé á algjöru frumstigi. Hver eru ykkar næstu skref? „Það eru frekari skýrslutökur, og að sjálfsögðu bíða úrskurðar. Verði þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald þá verða þeir vistaðir á Hólmsheiði. Rannsóknin heldur áfram, vettvangsrannsóknir og yfirheyrslur.“ Loks segist hann hvorki geta svarað um hvort mennirnir fjórir hafi verið samvinnuþýðir eða hvort þeir hafi sjálfir haft einhverja áverka.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Manndráp í Kiðjabergi Tengdar fréttir Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38 Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Rannsókn á andlátinu enn á frumstigi Rannsókn á andláti manns á fertugsaldri í sumarhúsi í Árnessýslu er enn á algjöru frumstigi. Greint var frá því síðdegis í fær að fjórir hefði verið handteknir vegna andlátsins sem er rannsakað sem manndráp. 21. apríl 2024 09:38
Maður á fertugsaldri talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi Grunur er um manndráp í sumarhúsi í Árnessýslu. Fjórir hafa verið handteknir á grundvelli rannsóknarhagsmuna að sögn lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi og segir lögreglan að því verði ekki veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. 20. apríl 2024 18:01
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent