Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2024 20:31 Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira
Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Vísir, sem er ellefu vetra frá Kagaðarhóli er yfirleitt ekki mikið fyrir tónlist en hann lyftist allur upp og töltir einstaklega vel þegar spilað er á saxófón eins og sýndi sig best á stóðhestasýningu á Ingólfshvoli nýlega þegar Páll Bragi sýndi hann og Bjössi Sax spilaði undir en félagarnir sigruðu einmitt töltkeppni meistaradeildarinnar í vetur með glæsibrag. En hvernig hestur er Vísir? „Hann er óskaplega þægur og stilltur þessi hestur. Svo er hann náttúrlega með þetta einstaka tölt með mikilli mýkt og útgeislun”, segir Páll Brag. Páll Bragi og Vísir sigruðu töltið með glæsibrag í meistaradeildinni, sem fór fram á Ingólfshvoli í Ölfusi fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/ Meistaradeildin í hestaíþróttum/Caroline Giese Vísir er með 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi og fær alltaf 9 eða 9,5 í öllum keppnum, sem hann tekur þátt í. Og Páll Bragi hoppar á bak eins og ekkert sé enda er Vísir ekkert að kippa sér upp við það þó að hnakkurinn sé ekki sínum stað. En af hverju heitir Vísir Vísir? „Þeir heita allir bræður hans nöfnum, sem byrja á V eins og Vegur og Viti og svo kom Vísir, ætli það hafi ekki sést strax að hann væri vísir að einhverju góðu,” segir Páll Bragi hlæjandi. Vísir er mjög stilltur og gæfur hestur og kippir sér ekkert við það þó Páll Bragi sitji hann berbakt inn í hesthúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vísir er mjög eftirsóttur í hryssur og verður hann í notkun í Austurkoti í vor en fer svo í sæðingar í Rangárvallasýslu eftir landsmót hestamanna í sumar. „Þetta er besti töltari, sem ég hef átt, besti tölthestur,” segir Páll Bragi að lokum. Gæðastundir þeirra Páls Braga Hólmarssonar og Vísis eru í hesthúsinu í Austurkoti rétt við Selfoss þegar Páll Bragi spilar fyrir hestinn á saxófóninn sinn. Það fer vel um Vísi í stíunni sinni í Austurkoti í Sveitarfélaginu Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Tónlist Dýr Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Sjá meira