Sjáðu mörkin úr stórleiknum, öðrum stórsigri ÍA í röð og sögulegum sigri Vestra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 10:00 Víkingar fagna eftir sigurinn á Blikum. vísir/diego Tólf mörk voru skoruð í síðustu þremur leikjum 3. umferðar Bestu deildar karla. Víkingar og Skagamenn sýndu styrk sinn á meðan Vestramenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild. Í fyrsta leik gærdagsins tók KA á móti Vestra. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði danski miðvörðurinn Jeppe Gertsen fyrir gestina í uppbótartíma. Hann tryggði Vestra þar með sinn fyrsta sigur í efstu deild. KA er aftur á móti aðeins með eitt stig eftir þrjá fyrstu leiki sína sem hafa allir verið á heimavelli. Klippa: KA 0-1 Vestri ÍA vann annan fjögurra marka sigur sinn í röð þegar Fylkir kom í heimsókn í Akraneshöllina. Lokatölur urðu 5-1, Skagamönnum í vil. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir á 11. mínútu með sínu fyrsta marki í efstu deild. Undir lok fyrri hálfleiks slapp Hinrik í gegnum vörn Fylkis en Orri Sveinn Stefánsson braut á honum og fékk rauða spjaldið. Líkt og gegn HK-ingum í síðustu umferð gengu Skagamenn á lagið manni fleiri og skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik. Mörkin gerðu Steinar Þorsteinsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Viktor Jónsson og Albert Hafsteinsson. Theodór Ingi Óskarsson minnkaði muninn með fyrsta marki sínu í efstu deild. Klippa: ÍA 5-1 Fylkir Í lokaleik gærdagsins vann Víkingur svo 4-1 sigur á Breiðabliki í uppgjöri Íslandsmeistara síðustu þriggja ára. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og tveimur mínútum síðar jók Nikolaj Hansen muninn í 2-0 með sínu fimmtugasta marki í efstu deild. Kristófer Ingi Kristinsson minnkaði muninn í 2-1 á 37. mínútu þegar skot Damirs Muminovic fór af honum og í netið. Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Ari sitt annað mark og fjórða mark Víkings. Klippa: Víkingur 4-1 Breiðablik Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að ofan. Besta deild karla KA Vestri ÍA Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Annað skiptið sem fullkomlega löglegt mark gegn Víkingum er dæmt af“ Halldór Árnason var svekktur eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi, þá sérstaklega í ljósi þess að mark var dæmt af Breiðabliki, sem hefði átt að standa að mati Halldórs. 21. apríl 2024 22:15 „Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. 21. apríl 2024 21:48 Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. 21. apríl 2024 21:35 „Leið eins og ég væri að svífa um völlinn“ Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í kvöld. Ari skoraði tvö mörk, skilaði góðri varnarvinnu og olli varnarmönnum Blika hugarangri með hraða sínum. 21. apríl 2024 21:27 Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. 21. apríl 2024 21:10 „Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn” Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. 21. apríl 2024 17:45 „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin. 21. apríl 2024 16:16 Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. 21. apríl 2024 15:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Í fyrsta leik gærdagsins tók KA á móti Vestra. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Það gerði danski miðvörðurinn Jeppe Gertsen fyrir gestina í uppbótartíma. Hann tryggði Vestra þar með sinn fyrsta sigur í efstu deild. KA er aftur á móti aðeins með eitt stig eftir þrjá fyrstu leiki sína sem hafa allir verið á heimavelli. Klippa: KA 0-1 Vestri ÍA vann annan fjögurra marka sigur sinn í röð þegar Fylkir kom í heimsókn í Akraneshöllina. Lokatölur urðu 5-1, Skagamönnum í vil. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir á 11. mínútu með sínu fyrsta marki í efstu deild. Undir lok fyrri hálfleiks slapp Hinrik í gegnum vörn Fylkis en Orri Sveinn Stefánsson braut á honum og fékk rauða spjaldið. Líkt og gegn HK-ingum í síðustu umferð gengu Skagamenn á lagið manni fleiri og skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik. Mörkin gerðu Steinar Þorsteinsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Viktor Jónsson og Albert Hafsteinsson. Theodór Ingi Óskarsson minnkaði muninn með fyrsta marki sínu í efstu deild. Klippa: ÍA 5-1 Fylkir Í lokaleik gærdagsins vann Víkingur svo 4-1 sigur á Breiðabliki í uppgjöri Íslandsmeistara síðustu þriggja ára. Ari Sigurpálsson kom Víkingum yfir á 18. mínútu og tveimur mínútum síðar jók Nikolaj Hansen muninn í 2-0 með sínu fimmtugasta marki í efstu deild. Kristófer Ingi Kristinsson minnkaði muninn í 2-1 á 37. mínútu þegar skot Damirs Muminovic fór af honum og í netið. Damir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Ari sitt annað mark og fjórða mark Víkings. Klippa: Víkingur 4-1 Breiðablik Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að ofan.
Besta deild karla KA Vestri ÍA Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Annað skiptið sem fullkomlega löglegt mark gegn Víkingum er dæmt af“ Halldór Árnason var svekktur eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi, þá sérstaklega í ljósi þess að mark var dæmt af Breiðabliki, sem hefði átt að standa að mati Halldórs. 21. apríl 2024 22:15 „Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. 21. apríl 2024 21:48 Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. 21. apríl 2024 21:35 „Leið eins og ég væri að svífa um völlinn“ Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í kvöld. Ari skoraði tvö mörk, skilaði góðri varnarvinnu og olli varnarmönnum Blika hugarangri með hraða sínum. 21. apríl 2024 21:27 Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. 21. apríl 2024 21:10 „Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn” Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. 21. apríl 2024 17:45 „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin. 21. apríl 2024 16:16 Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. 21. apríl 2024 15:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Annað skiptið sem fullkomlega löglegt mark gegn Víkingum er dæmt af“ Halldór Árnason var svekktur eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingi, þá sérstaklega í ljósi þess að mark var dæmt af Breiðabliki, sem hefði átt að standa að mati Halldórs. 21. apríl 2024 22:15
„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. 21. apríl 2024 21:48
Jón Þór um Akranesvöllinn: „Hann verður frábær í sumar, eða eins frábær og hann verður“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður þegar hann mætti í viðtal eftir 5-1 sigur ÍA gegn Fylki í Akraneshöllinni fyrr í dag. 21. apríl 2024 21:35
„Leið eins og ég væri að svífa um völlinn“ Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í kvöld. Ari skoraði tvö mörk, skilaði góðri varnarvinnu og olli varnarmönnum Blika hugarangri með hraða sínum. 21. apríl 2024 21:27
Uppgjör, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Breiðablik 4-1 | Meistararnir sýndu styrk sinn Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Breiðablik á heimavelli sínum í Víkinni í kvöld. 21. apríl 2024 21:10
„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn” Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. 21. apríl 2024 17:45
„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58
Uppgjörið: ÍA - Fylkir 5-1 | Risasigur gegn tíu Fylkismönnum ÍA vann 5-1 stórsigur gegn Fylki í 3. umferð Bestu deildar karla. Fylkismenn misstu mann af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1-0. ÍA komst þá fimm mörkum yfir en Fylkismenn klóruðu aðeins í bakkann undir lokin. 21. apríl 2024 16:16
Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. 21. apríl 2024 15:55
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn