Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:00 Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Félagsmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar