Íbúar sváfu vært meðan á öllu gekk á jarðhæðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2024 15:57 Konan fannst látin í húsi í Naustahverfinu á Akureyri. Lítill samgangur er á milli íbúa í fjölbýlishúsinu þar sem er að finna ellefu íbúðir. Já.is Íbúar í fjölbýlishúsi í Naustahverfinu á Akureyri þar sem kona fannst látin á fimmta tímanum í nótt virðast flestir hafa sofið á sínu græna eyra í nótt og ekki tekið eftir neinu. Lögregla ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á vettvangi vegna málsins. Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögregla lýsir því að hafa klukkan hálf fimm í nótt verið kölluð að fjölbýlishúsinu. Fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang hafi verið vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og endurlífgunartilraunir hafist þegar í stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er íbúðin sem um ræðir á jarðhæðinni. Læknir og sjúkraflutningamenn komu einnig á vettvang en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi. Lögregla segir grun um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Í íbúðinni var annar einstaklingur og var hann handtekinn í þágu rannsóknar málsins og nýtur réttarstöðu sakbornings. Krafa um gæsluvarðhald yfir honum verður lögð fram fyrir dómi í dag. Það hafði enn ekki verið gert á fjórða tímanum í dag.. Fjölbýlishúsið stendur við Kjarnagötu á Akureyri og er í eigu leigufélagsins Heimstaden. Íbúi í húsinu sem fréttastofa ræddi við taldi að í íbúðinni byggju hjón í kringum sextugsaldur ásamt syni á þrítugsaldri. Þau hefðu flutt inn í húsið í vetur. Íbúar í húsinu sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að hafa ekki vaknað við læti í nótt. Þegar fólk vaknaði í morgun blasti við lögreglubifreið fyrir utan og hefur íbúum í húsinu meðal annars verið meinað að henda rusli. Fram kom í máli íbúanna sem vildu ekki láta nafns síns getið vegna þess að um harmleik er að ræða að reglulega hafi heyrst hróp og köll úr íbúðinni. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir litlar upplýsingar hægt að veita á frumstigum rannsóknar vegna rannsóknarhagsmuna. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sé mætt norður til að aðstoða á vettvangi auk réttarmeinafræðings. Farið verði fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en Skarphéðinn hafði sjálfur ekki upplýsingar um lengdina sem farið yrði fram á. Ákærusvið sæi um það. Algengt er að farið sé fram á vikulagt gæsluvarðhald í fyrsta kasti. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við öllum ábendingum og myndum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Akureyri Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Tengdar fréttir Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Grunur um manndráp á Akureyri Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar andlát konu sem fannst látin í íbúðarhúsi á Akureyri í nótt. Einn hefur verið verið handtekinn vegna málsins. 22. apríl 2024 12:20