„Fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2024 21:58 Benni var oft reiður á hliðarlínunni í kvöld enda staðráðinn í að fara ekki í sumarfrí í apríl Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með sigur sinna manna þegar liðið sótti útisigur í Þorlákshöfn í kvöld, 84-91, og tryggði sér þar með oddaleik á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Leikurinn í kvöld gekk í ákveðnum takti, Þórsarar náðu smá forskoti, Njarðvíkingar komu til baka og svo koll af kolli en stóru mómentin, sem Benni ræddi um fyrir leik, féllu með Njarðvíkingum í kvöld, þá ekki síst tvær flautukörfur frá Veigari Páli Alexanderssyni. Benni sagði þó að hann hefði viljað sjá liðið grípa gæsina fyrr. „Mér fannst að við hefðum átt að ná þessum mómentum fyrr en tókum þau ekki þá. Tókum þau svo loksins að það bara skipti sköpum.“ Það var í raun ekki fyrr en um miðjan fjórða leikhluta sem Njarðvíkingar náðu alvöru tökum á leiknum en munurinn fór þó aldrei yfir tíu stig. Benni sagði það einfaldlega vera þema þessa einvígis. „Svona eru bara þessir leikir. Eins og ég er búinn að vera að segja alla seríuna, þetta eru alveg fáránlega jöfn lið. Það mun svo lítið skilja á milli. Það eru bara þessi litlu atriði. Eitt frákast til eða frá eða einn klaufalegur tapaður bolti. Þetta þarf allt að vera tipp topp ef þú ætlar að klára því andstæðingurinn er alltaf kominn í hálsmálið á þér.“ Nú er oddaleikur framundan í Njarðvík og Benni sendi ákall til Njarðvíkinga um að fylla loksins Ljónagryfjuna. „Það ætla ég rétt að vona! Við höfum ekki náð að fylla gryfjuna í allan vetur þó hún taki ekki marga. Þannig að ég vona að Njarðvíkingar fylli hana á fimmtudaginn því það mun hjálpa þvílíkt. Við erum búnir í allan vetur að berjast fyrir þessum heimavallarrétti og fólkið í Njarðvíkunum þarf að hjálpa okkur að láta heimavallarréttinn og Ljónagryfjuna vinna þessa seríu.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira