Grunaður um að hafa ráðið konu sinni bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 10:20 Frá Kjarnagötu á Akureyri í gær. Vísir Karlmaður sem grunaður er um að hafa banað konu sinni í leiguíbúð þeirra í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu í Naustahverfinu á Akureyri er á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í Héraðsdómi Norðurlands eystra í miðbæ Akureyrar seinni partinn í gær. Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt. Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Konan sem lést er um fimmtugt. Samkvæmt heimildum fréttastofu flutti fólkið inn í íbúð í fjölbýlishúsinu við Kjarnagötu í vetur. Þar bjó fólkið ásamt að minnsta kosti einum syni á þrítugsaldri. Íbúar í fjölbýlishúsinu lýstu því í samtali við fréttastofu í gær að lítill samgangur væri á milli fólks í húsinu sem telur ellefu íbúðir. Það er í eigu leigufélagsins Heimstaden, áður Heimavellir. Íbúar lýstu því að hafa heyrt hróp og köll úr íbúðinni endrum og sinnum. Afar hljóðbært væri í fjölbýlishúsinu. Aðfaranótt mánudags, þegar konan lést, virðist enginn hafa tekið eftir neinu. Ekki heldur þegar lögreglu bar að garði á fimmta tímanum um morguninn. Þegar íbúar vöknuðu svo síðar um morguninn tóku þeir eftir bíl frá lögreglu og áttuðu sig á því að eitthvað hefði gerst. Tilkynning barst svo frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra upp úr klukkan tólf á hádegi í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla meðal annars til rannsóknar hvort um heimilisofbeldi hafi verið að ræða sem endaði með versta mögulega móti. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, tjáði fréttastofu í gær að engar upplýsingar væri hægt að veita á þessum tímapunkti. Ekki einu sinni um aldur fólksins eða tengsl þeirra. Rannsóknin væri á viðkvæmu stigi. Fram kom í tilkynningu lögreglu að starfsfólk á tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið flogið norður til að aðstoða við rannsókn á vettvangi andlátsins. Þetta er annað af tveimur andlátum á tveimur dögum þegar sem grunur leikur á um manndráp. Karlmaður frá Litáen fannst látinn í sumarbústað í Kiðjabergi nærri Hvítá í Árnessýslu um helgina. Fjórir samlandar hans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en fækkaði um tvo í þeim hópi í gær þegar tveimur var sleppt.
Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglumál Akureyri Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?