Himinhátt innanlandsflug Ingibjörg Isaksen skrifar 23. apríl 2024 15:00 Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Byggðamál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við fólk af landsbyggðinni um samgöngur og flug heyrist sífellt háværari umræða um hækkandi verð á flugferðum innanlands. Íbúum landsbyggðarinnar er orðið tíðrætt um að ekki fyrir svo löngu hafi það frekar borgað sig að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur ef þrír voru í bílnum. Í dag þurfi ekki einu sinni að hugsa sig um hvort eigi að keyra eða fljúga, jafnvel þó að Loftbrúin sé notuð og einungis einn sé á ferð. Fólk grínast með að það sé ódýrara að millilenda í London á leið sinni til Reykjavíkur, en það er sorgleg staðreynd að það er ekkert grín. Síhækkandi flugfargjöld Þessi þróun, öfugt við góð markmið Loftbrúar, er umhugsunarverð. Flugsamgöngur á sanngjörnu verði skipta verulega máli fyrir landsbyggðirnar. Markmið Loftbrúar er að viðhalda samgöngum innanlands, tryggja öryggi fyrir íbúa landsbyggðarinnar og skapa jafnræði að opinberri þjónustu og lífsgæðum með því að létta á þungum kostnaði fyrir einstaklinga sem búsettir eru á landsbyggðinni til að t.d. sækja sér nauðsynlega þjónustu, hitta vini og vandamenn eða kaupa ákveðnar vörur á höfuðborgarsvæðinu. Um leið Loftbrúin hófst hafði hún náð jákvæðum áhrifum hvað það markmið varðar. Hins vegar hafa, líkt og áður sagði, íbúar á landsbyggðinni tekið eftir talsverði hækkun flugfargjalda undanfarna mánuði. Aftur fjölgar í hópi þeirra sem telja innanlandsflug ekki lengur fýsileg samgönguleið vegna mikils kostnaðar. Ef horft er til gagna frá Hagstofu Íslands má sjá að þróun vísitölu flugfargjalda til útlanda hefur lækkað um það bil 4,5% sl. ár en vísitala flugfargjalda innanlands hefur hækkað um 17,8% á sama tíma. Tölurnar tala sínu máli og það er eðlilegt að fólk staldri við þær. Verðið hækkar mikið, jafnvel meira en eðlilegt getur talist. Vissulega er verið að bera saman ólíka hluti en þetta er það sem fólk er að velta fyrir sér. Hvenær er nóg nóg? Fyrr á þessu löggjafarþingi lagði ég fram fyrirspurn til innviðaráðherra um Loftbrú og þróun flugfargjalda í innanlandsflugi. Fyrir stuttu barst mér svar frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að Loftbrúin hafi nýst vel og að almenn ánægja hafi ríkt um verkefnið. Frá september 2020 til október 2023 hafði Loftbrúin verið nýtt 192.641 sinnum, sem er talin vera mjög góð nýting. En virðast vera blikur á lofti vegna gríðarlegra hækkana á fargjöldum. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvað veldur þessari gríðarlegu hækkun? Er það slæm sætanýting eða skortur á eftirspurn? Er þetta afleiðing fákeppni á markaði? Getur verið að endurskoða þurfi Loftbrúnna í ljósi þessara hækkana? Sú sem hér skrifar telur afar brýnt að stjórnvöld fylgist með þessari þróun sem nú á sér stað og bregðist við. Það er mikilvægt fyrir íbúa landsbyggðarinnar að við getum haldið flugsamgöngum innanlands áfram sem fýsilegan kost, og ekki síður að markmiðum Loftbrúar sé náð þannig að hún haldi notagildi sínu. Gæta þarf að hagsmunum fólks á landsbyggðinni í þessu máli og því mun ég fylgja fyrirspurn minni eftir. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun