„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 17:56 Hildur Björnsdóttir skýtur föstum skotum á borgarstjóra. Vísir/Samsett Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Einar kallaði þetta uppátæki Sjálfstæðismanna „ótrúlegan gjörning“ og sagði að með honum væri Sjálfstæðisflokkurinn að „kvelja foreldra með popúlisma og róa á kvíða barnafólk í miðju innritunarferli.“ Verið sé að innrita börn og stærstur hluti fjölskyldna þessara 1600 barna hafi þegar fengið skilaboð fá borginni um væntanlegt pláss. „Þegar kjörnir fulltrúar eyða tíma sínum í það að raða vettlingum í ráðhúsinu í stað þess að koma með raunhæfar tillögur og vinna með okkur, inni í borgarstjórn, að því að bregðast við þeim áskorunum sem eru í leikskólamálum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu um það sem hann segir vera dæmi um það hversu mikil áskorun það sé að byggja upp traust á störfum borgarinnar. Hildur segir viðbrögð borgarstjóra við friðsælum mótmælum vera yfirdrifin og ótrúleg. „Þarna sannast hið fornkveðna að sannleikanum er hver sárreiðastur. Það er ekki gjörningur með gula vettlinga sem veldur kvíða leikskólaforeldra, heldur einmitt borgarstjóri og félagar hans,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hildur segir aðgerðarleysi og sofandaháttur hafa leitt af sér þessa kvíðavaldandi stöðu. Stöðu sem Hildur þekki sjálf og þúsundir foreldra. Hún fullyrðir að leikskólamálin séu stærsta jafnréttismál sem fengist er við á sveitastjórnarstiginu. „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna og vinna meira - því vettlingatök munu ekki duga til að leysa þennan vanda.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira