Jafnaðarmannastefnan – stefna velferðar Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2024 06:00 Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Reykjavík Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld. Auðlindagjöld eru nefnilega ekki skattar heldur afnotagjald sem er innheimt eins og hver önnur leiga. Sækja þarf tekjur til þeirra sem fá að nýta auðlindir þjóðarinnar. Samfylkingin leggur höfuðáherslu á að arður sem er tilkominn vegna auðlindarentu af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar skili sér með beinum hætti til samfélagsins. Það þýðir að náttúruauðlindir á Íslandi skuli nýta á forsendum sjálfbærni og almannahagsmuna – ekki sérhagsmuna fárra eins og nú er. Velferðarkerfi í þágu almennings Jafnaðarmenn tala fyrir því að ná sjálfbærni í ríkisfjármálum með aukinni verðmætasköpun og réttlátara skattkerfi. Við höfnum með öllu aðferð niðurskurðar í opinberum fjárfestingum, samneyslu og velferðarþjónustu, sem þyngir byrðar þeirra sem síst skyldi og grefur undan samstöðu í samfélaginu. Ríkisstjórnin hefur með markvissum hætti skorið niður velferðarkerfið á Íslandi undanfarin ár og stefnt að því að láta einkaaðila sjá um velferð þjóðarinnar. Það er fullkomlega andstætt hugsjón og stefnu jafnaðarmanna. Kapítalisminn hugar ekki að velferð, heldur gróða eins og dæmin sanna. Eigendurnir heimta arð. Þá hefur Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hvatt ríkisstjórnina til að sækja fé í vannýtta tekjustofna ríkisins til að efla velferðarkerfið. Jafnaðarmenn trúa á samtryggingu og aukinn jöfnuð svo í samfélaginu ríki velsæld og sátt. Sterk tilfærslukerfi í velferðarsamfélagi eru forsenda þess að almenningur njóti velferðar og velsældar. Þau eru gerð til að auka jöfnuð, til að allir geti notið menntunar, stofnað fjölskyldur, sinnt börnum sínum, búið í öruggu húsnæði og sótt sér heilbrigðisþjónustu án þess að lenda í fjárhagserfiðleikum. Nýfrjálshyggjan og hægri öflin vilja einkavæða velferðarkerfið og reyna að grafa undan því. Fjármagnið er harður húsbóndi sem krefst hagnaðar. En slík hugmyndafræði á ekki erindi í starfsemi sem sinnir grunnþjónustu við almenning. Það er nöturlegur málflutningur og niðrandi að tala niður velferð og jöfnuð í samfélagi okkar á forsendum ósjálfbærni. Barátta jafnaðarmanna ‒ í stjórnmálunum og í verkalýðshreyfingunni ‒ felst í því að auka velsæld og velferð með samtryggingu og sanngjarnari skiptum þjóðarauðsins. Það er ekki sanngjarnt að stórútgerðin komist upp með það að kaupa upp Ísland með því að fjárfesta sinn mikla auð í einkavæddum grunninnviðum þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin, grasrót vinnandi fólks Verkalýðshreyfingin hefur einnig á undanförnum árum vakið almenning til vitundar um niðurbrot velferðarkerfisins. Launafólk, oft innflutt vinnuafl, keyrir áfram hagkerfið á lágum launum. Jafnaðarmenn í Reykjavík, og um land allt, tekur undir sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar að snúa verði við þessari vegferð ríkisstjórnar Íslands, sem þjónar peningaöflum og stórfyrirtækjum. Verkalýðshreyfingin, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði, hefur gagnrýnt harðlega hægri íhaldsstjórnina sem ríkt hefur hér á landi fyrir að afhenda einkaaðilum auðlindir og fyrirtæki sem sinna grunnþjónustunni í samfélaginu. Afleiðingarnar eru þær að launafólki er sagt upp, þjónustan versnar og verður dýrari. Þetta er ekkert nýtt, heldur vel þekkt aðferð kapítalsimans. Hann hlífir ekki fólki. Jafnaðarmenn rísa upp með verkalýðshreyfingunni, það er skylda hvers jafnaðarmanns eðli málsins samkvæmt. Söguleg tengsl jafnaðarmanna við verkalýðshreyfinguna eru þekkt. Þau tengsl þarf að rækta og efla. Þess vegna tekur Samfylkingin þátt í baráttudegi launafólks 1. maí. Yfirskrift verkalýðshreyfingarinnar 1. maí er Sterk hreyfing – sterkt samfélag. Jafnaðarmenn taka undir þetta ‒ og í stefnu Samfylkingarinnar má finna einmitt það ‒ hvernig við byggjum saman sterkt samfélag. Samfylkingarfélagið í Reykjavík stendur fyrir fundi og kaffispjalli í Iðnó 1. maí, þegar útifundinum er lokið, og verða ræðumenn Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. F.h. stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, Sigfús Ómar Höskuldsson.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun