Skemmtiferðaskip um tíu metrum frá strandi við Viðey Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2024 17:52 Norweigian Prima er 140.000 tonn og 300 metrar á lengd. Litlu mátti muna að illa færi þegar skemmtiferðarskip lagði úr Sundahöfn í Reykjavík 26. maí árið 2023. Mikill vindhraði gerði það að verkum að stjórnendur misstu stjórn á skipinu. Um er að ræða skipið Norweigian Prima, sem siglir undir flaggi Bahamaeyja. Skipið er 140.000 tonn og um 300 metrar á lengd. Vindhraði allt að 50 hnútum Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, að borist hafi til tals að seinka brottför vegna slæmrar veðurspár. Það hafi svo ekki verið gert. Spáin gerði ráð fyrir um 25 hnúta vindhraða. Skipið lagði svo frá höfn rúmlega níu að kvöldi til með aðstoð dráttarbátarins Magna. Verið var að snúa skipinu þegar vindhraði náði 50 hnútum og áhöfn missi stjórn á skipinu. Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að keðjur hennar hafi ekki farið í skrúfur skipsins. Skipið rak svo áfram og fór innan við tíu metrum frá grynningum við Viðey. 5000 farþegar voru í skipinu. Skipið rak á baujuna Hjallaskersbauju. Mildi þykir að ekki hafi farið verr. Dráttarskipið Magni sést í bakgrunninum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Dráttarbáturinn Magni stóð sig í stykkinu og forðaði Norweigian Prima frá strandi. Engar skemmdir urðu á skemmtiferðarskipinu en Magni laskaðist örlítið. Skýringarmynd sem sýnir hvar skipið fór af leið sinni og rak í átt að Viðey.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Hafnsögumaður vildi ekki leggja af stað Fram kemur í skýrslunni að stjórnendur skipsins hafi búist við vindraða upp á 27-31 hnúta. Skipstjórinn taldi að það væri viðráðanlegur vindhraði. Hafnsögumaður hafi þó haft uppi efasemdir um að það væri skynsamlegt að halda af stað við aðstæðurnar. Skipstjórinn hafi þó ráðið og skipið lagt af stað. Vindhraði fór svo upp í 50 hnúta. Atvikið var rannsakað að frumkvæði íslenskra yfirvalda. Litlu munaði að skipið hefði strandað. Magni beinir skipinu í aðra átt.Rannsókarnefnd samgönguslysa Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Viðey Hafnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Vindhraði allt að 50 hnútum Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, að borist hafi til tals að seinka brottför vegna slæmrar veðurspár. Það hafi svo ekki verið gert. Spáin gerði ráð fyrir um 25 hnúta vindhraða. Skipið lagði svo frá höfn rúmlega níu að kvöldi til með aðstoð dráttarbátarins Magna. Verið var að snúa skipinu þegar vindhraði náði 50 hnútum og áhöfn missi stjórn á skipinu. Skipið rak yfir bauju og mesta mildi þykir að keðjur hennar hafi ekki farið í skrúfur skipsins. Skipið rak svo áfram og fór innan við tíu metrum frá grynningum við Viðey. 5000 farþegar voru í skipinu. Skipið rak á baujuna Hjallaskersbauju. Mildi þykir að ekki hafi farið verr. Dráttarskipið Magni sést í bakgrunninum.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Dráttarbáturinn Magni stóð sig í stykkinu og forðaði Norweigian Prima frá strandi. Engar skemmdir urðu á skemmtiferðarskipinu en Magni laskaðist örlítið. Skýringarmynd sem sýnir hvar skipið fór af leið sinni og rak í átt að Viðey.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Hafnsögumaður vildi ekki leggja af stað Fram kemur í skýrslunni að stjórnendur skipsins hafi búist við vindraða upp á 27-31 hnúta. Skipstjórinn taldi að það væri viðráðanlegur vindhraði. Hafnsögumaður hafi þó haft uppi efasemdir um að það væri skynsamlegt að halda af stað við aðstæðurnar. Skipstjórinn hafi þó ráðið og skipið lagt af stað. Vindhraði fór svo upp í 50 hnúta. Atvikið var rannsakað að frumkvæði íslenskra yfirvalda. Litlu munaði að skipið hefði strandað. Magni beinir skipinu í aðra átt.Rannsókarnefnd samgönguslysa
Skemmtiferðaskip á Íslandi Reykjavík Samgönguslys Viðey Hafnarmál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira