Bikarmeistararnir örugglega áfram eftir smá hikst Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2024 17:10 Víkingar byrja tímabilið af krafti. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla kl. 15:00 í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings tryggðu sig örugglega áfram en D-deildar lið Víðis komst í 0-1 í upphafi leiks með ótrúlegu marki. David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
David Toro Jimenez sá sér leik á borði þegar aukaspyrna var dæmd á 13. mínútu og skoraði af um það bil 70 metra færi í autt mark Víkinga þar sem Pálmi Rafn markvörður var staðsettur alltof framarlega til að eiga möguleika á að verja skotið. ALVÖRU MARK! David Toro Jimenez kom Víði yfir gegn ríkjandi bikarmeisturunum, sirka 70 metra færi. Vá! 😲🏆 @vidir_gardi pic.twitter.com/gDiqApbPjZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Adam var þó ekki lengi einn í paradís en Aron Elís Þrándarson jafnaði metin þremur mínútum seinna. Það tók bikarameistarana dágóða stund að komast yfir þar sem Víðismenn vörðust vel en Helgi Guðjónsson kom þeim yfir á 68. mínútu og þeir Ari Sigurpálsson og Nikolaj Hansen innsiglu svo 4-1 sigur undir lokin. B-deildarlið ÍR sótti KA heim þar sem gestirnir jöfnuðu 1-1 í uppbótartíma. Grípa þurfti til framlengingar og kom sigurmarkið ekki fyrr en á 119. mínútu en það var af dýrari gerðinni. Daníel Hafsteinsson hetja KA manna að þessu sinni. KA komið áfram eftir stórkostlegt mark hjá @danielhafsteins! Hann sparkaði svo fast að hann meiddi sig 😬 pic.twitter.com/4GiqQun9w9— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 25, 2024 Skagamenn áttu náðugan dag á Skipaskaga þar sem Tindastóll kom í heimsókn, en Stólarnir leika í D-deildinni, 4. deild. Lokatölur 3-0 þar Ingi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörkin en brenndi svo af vítaspyrnu í seinni hálfleik og missti þar með af þrennunni. Hilmar Elís Hilmarsson innsiglaði svo sigurinn skömmu síðar. Boðið var upp á tvo Lengjudeildarslagi þar sem mættust annars vegar Afturelding og Dalvík/Reynir og hins vegar Grótta og Þór. Tvö rauð spjöld fóru á loft í seinni leiknum. Afturelding vann öruggan 4-1 sigur á nýliðum Dalvíkur/Reynis þar sem Patrekur Orri Guðjónsson skoraði tvö en Tómas Þórðarson skoraði eina mark gestanna. Þórsarar gerðu góð ferð á Seltjarnarnesið og lögðu Gróttu 0-3. Rafael Victor skoraði fyrstu tvö mörk gestanna en skömmu áður hafði Tareq Shihab, leikmaður Gróttu, fengið sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt. Bjarki Þór Viðarsson, leikmaður Þórs, fékk svo beint rautt á 84. mínútu þegar hann rændi Gróttu augljósu marktækifæri.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira