Gestirnir voru með ágæt tök á leiknum stærstan hluta hans og leiddu í hálfleik 16-18. Þeir náðu svo upp fimm marka forskoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka og lönduðu að lokum öruggum átta marka sigri.
Aron Pálmarsson fór mikinn í liði FH og skoraði tíu mörk en Arnór Viðarsson var markahæstur Eyjamanna með sex mörk.
Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Kaplakrika en vinna þarf þrjá leiki til að klára einvígið.