„Fyrst og fremst var þetta vinnuframlag frá öllum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. apríl 2024 22:28 Haraldur Freyr er þjálfari Keflavíkur Vísir/Hulda Margrét Keflavík lagði Breiðablik af velli 2-1 þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á Nettó vellinum í Keflavík í kvöld. „Geggjaður leikur hjá okkur og mikil vinnusemi í strákunum og menn lögðu sig alla í þetta og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Frábært að vera í pottinum á morgun þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.“ Sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík slógu Breiðablik úr leik og sagði Haraldur Guðmundsson að varnarleikurinn hafi verið grunnurinn að góðum sigri í kvöld. „Það var varnarleikurinn fyrst og fremst. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum. Við skoruðum tvö glæsileg mörk og hefðum átt að skora 3-0 því að ég hef séð á myndum að það var aldrei rangstaða í því marki en fyrst og fremst var þetta bara vinnuframlag frá öllum og mikil barátta og því fór sem fór.“ Blikarnir komu Keflvíkingum þó ekkert á óvart í kvöld. „Í sjálfum sér ekki. Við vissum alveg að Breiðablik er gott fótboltalið og yrðu mikið með boltann eins og varð raunin. Mér fannst þeir samt ekki skapa sér mikið. Þeir skora náttúrulega mark þegar við náum ekki að klukka þá og þeir ná að stimpla okkur og gott mark hjá þeim en annars fannst mér þeir ekki skapa sér mikið. “ Haraldi skynjaði þó ekkert vanmat frá Breiðablik í kvöld. „Nei í raun ekki en kannski getur það alltaf legið í undirmeðvitundinni hjá mönnum þegar þeir eru svona stóra liðið á móti minni spámönnum. Þó þú ætlir þér ekki þá er það alltaf einhvernveginn aftast í hausnum á þér. Vanmat eða ekki vanmat, við allavega lögðum allavega upp með það sem við lögðum upp með og uppskárum góðan sigur.“ Fótbolti Mjólkurbikar karla Keflavík ÍF Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
„Geggjaður leikur hjá okkur og mikil vinnusemi í strákunum og menn lögðu sig alla í þetta og gerðu það sem fyrir þá var lagt. Frábært að vera í pottinum á morgun þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.“ Sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld. Keflavík slógu Breiðablik úr leik og sagði Haraldur Guðmundsson að varnarleikurinn hafi verið grunnurinn að góðum sigri í kvöld. „Það var varnarleikurinn fyrst og fremst. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum. Við skoruðum tvö glæsileg mörk og hefðum átt að skora 3-0 því að ég hef séð á myndum að það var aldrei rangstaða í því marki en fyrst og fremst var þetta bara vinnuframlag frá öllum og mikil barátta og því fór sem fór.“ Blikarnir komu Keflvíkingum þó ekkert á óvart í kvöld. „Í sjálfum sér ekki. Við vissum alveg að Breiðablik er gott fótboltalið og yrðu mikið með boltann eins og varð raunin. Mér fannst þeir samt ekki skapa sér mikið. Þeir skora náttúrulega mark þegar við náum ekki að klukka þá og þeir ná að stimpla okkur og gott mark hjá þeim en annars fannst mér þeir ekki skapa sér mikið. “ Haraldi skynjaði þó ekkert vanmat frá Breiðablik í kvöld. „Nei í raun ekki en kannski getur það alltaf legið í undirmeðvitundinni hjá mönnum þegar þeir eru svona stóra liðið á móti minni spámönnum. Þó þú ætlir þér ekki þá er það alltaf einhvernveginn aftast í hausnum á þér. Vanmat eða ekki vanmat, við allavega lögðum allavega upp með það sem við lögðum upp með og uppskárum góðan sigur.“
Fótbolti Mjólkurbikar karla Keflavík ÍF Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira