Að mæðra barn í hjarta sínu Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar 2. maí 2024 08:01 Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þann 12. maí verður mæðradegi fagnað á Íslandi. Iðulega fer af stað markaðssetning á mæðradagsgjöfum og sumir heilla mæður sínar með fallegum myndum og kveðjum á samfélagsmiðlum. En hjá mörgum vekur þessi dagur upp flóknar og erfiðar tilfinningar. Við hjá Gleym mér ei höfum séð hversu þungt það er að bíða í tilhlökkun og von um að fá barn í fangið, en ganga svo tómhent heim af fæðingardeildinni og fá aldrei að sjá barnið sitt vaxa úr grasi - að mæðra barn í hjarta sínu ævilangt. Á dögum sem þessum getur tómleikinn orðið meira yfirþyrmandi. Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir foreldra sem missa á meðgöngu, í fæðingu eða fljótlega eftir fæðingu. Á þessum mæðradegi viljum við beina sjónum okkar sérstaklega að þessum viðkvæma hópi sem oftar en ekki ber sorg sína í hljóði. Í fyrra dreifði Gleym mér ei hátt í 170 minningarkössum sem ætlað er að hjálpa foreldrum og aðstandendum að varðveita minningu litlu ljósanna sinna. Því miður hafa aldrei fleiri minningarkassar farið frá okkur á einu ári. Það eru því margar tómhentar mæður þarna úti. Minningarkassarnir hafa verið eitt helsta verkefni Gleym mér ei síðustu árin. Við útvegum allt efni í þá, s.s. gifsmót fyrir litla fætur og hendur, box fyrir hárlokk, tuskudýr, kertastjaka, skartgripi fyrir foreldra og barn, og upplýsingaefni. Við pökkum þessu í fallega kassa með hjálp sjálfboðaliða og sendum á spítala um allt land eftir þörfum. Til að fjármagna gerð kassana, og gera enn betur í þjónustu og stuðningi við foreldra sem missa í barneignarferlinu, höfum við hjá Gleym mér ei hafið söfnun inn á styrkja.is/gleym-mer-ei. Við vonum að almenningur í landinu geti lagt okkur lið og tekið þátt í okkar fallegu verkefnum. Auk minningarkassanna, hefur Gleym mér ei útvegað kælivöggur á spítala landsins svo að foreldrar geti haft börnin hjá sér lengur og skapað minningar með þeim. Við erum í samstarfi við flokk sjálfboðaliða um allt land sem saumar og prjónar fyrir okkur lítil föt og öskjur fyrir þau allra minnstu. Einnig veitum við þjónustu til foreldra í sorgarferlinu með ráðgjafasamtölum og jafningjastuðningi, og skipuleggjum viðburði, samveru og minningarstund fyrir alla aðstandendur. Við gætum ekki haldið úti þessum verkefnum nema með stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu. Á þessum mæðradegi skulum við hugsa sérstaklega til þeirra mæðra sem fá ekki að halda á börnum sínum í fanginu, heldur geyma þau í hjörtum sínum ævilangt. Við sjáum ykkur elsku mæður. Höfundur er stjórnarformaður hjá Gleym mér ei.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun