Tryggðu sér 300 milljóna króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 15:40 Kevin Oram, Kjartan Þórsson og Jóhannes Ingi Torfason eru stofnendur Prescriby. Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital. „Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður. Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
„Vandamál ávanabindandi lyfja er gríðarstórt. Það sem vakti áhuga okkar á Prescriby er sú fyrirbyggjandi nálgun sem lausnin byggir á. Þar er lögð áhersla á að vera til staðar þegar fólk byrjar að nota lyf sem geta reynst ávanabindandi svo hægt sé að koma í veg fyrir að sjúklingar ánetjist slíkum lyfjum. Svo virðist sem fáir samkepnisaðilar séu að leggja áherslu á þessa nálgun,“ er haft eftir Heklu Arnardóttur, einum stofnenda Crowberry Capital, í fréttatilkynningu. Þar segir að auk Crowberry taki sjóðir og einstaklingar frá Íslandi, Danmörku og Kanada þátt í fjárfestingunni. Fjármagnið muni nýtast Prescriby við áframhaldandi hugbúnaðarþróun auk þess að styðja við markaðsstarf í Norður-Ameríku. Þegar komið í notkun hér á landi Talsverð umræða hafi verið um skaðleg áhrif ópíóíða og annarra ávanabindandi lyfja á heimsvísu síðastliðin ár og á Ísland þar með talið. Hugsjónin að baki Prescriby snúi að fyrirbyggjandi nálgun frá fyrstu uppáskrift til að koma í veg fyrir ávanabindingu og fíkn. Kerfið geri heilbrigðisstarfsfólki kleift að bjóða skjólstæðingum upp á örugga og persónusniðna eftirfylgd frá fyrstu uppáskrift auk þess að veita niðurtröppunarþjónustu til þeirra sem notast hafa við lyfin til langs tíma. Stórt tækifæri liggi í snemmbúnum íhlutunum og ábyrgari notkun lyfjanna til að fækka þeim sem þróa með sér ávana og fíkn, en hingað til hafi áhersla á heimsvísu mestmegnis verið lögð á fíknimeðferðir sem hafi færst mikið í aukana á síðastliðnum árum. Kerfi Prescriby sé nú þegar komið í notkun á Íslandi og nýverið hafi samstarfsverkefni með Heilbrigðisráðuneytinu hafist varðandi innleiðingu og útbreiðslu kerfisins á landsvísu í apótekum og heilsugæslum. Verið sé að innleiða vöruna hjá stóru heilbrigðiskerfi í Kanada og nú þegar séu hafnar viðræður um innleiðingu kerfisins á völdum stöðum í Bandaríkjunum auk rannsóknarsamstarfs með Háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Almenningi þyki erfitt að horfa upp á stöðuna „Kerfið byggir á íslensku hugviti og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Með innleiðingu Prescriby erum við að tryggja skjólstæðingum sem þurfa sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf öruggustu meðferð sem fyrirfinnst. Markmiðið er skýrt, við höfum þróað nýjan og betri meðferðarstaðal með notkun Prescriby og við stefnum að því að kerfið verði partur af grunnþjónustu þegar meðferð slíkra lyfja er beitt. Heilbrigðisstarfsfólki og almenningi hefur þótt erfitt að horfa upp á stöðuna eins og hún hefur verið hingað til, vitandi að við höfum tækni og hugvit sem getur hjálpað við fyrirbyggingu á þróun fíknar,“ segir í tilkynningu frá Kjartani Þórssyni lækni, framkvæmdastjóra og einum stofnenda Prescriby. Stofnendur auk Kjartans eru þeir Jóhannes Ingi Torfason tæknistjóri, Kevin Oram rekstrarstjóri og Lynn Bromley, fyrrverandi fylkisþingmaður fyrir Maine í Bandaríkjunum, situr sem stjórnarformaður.
Heilbrigðismál Tækni Nýsköpun Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira