„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 12:02 Halldór Árnason sækir Vesturbæinn heim í kvöld. vísir / PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira