„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 12:02 Halldór Árnason sækir Vesturbæinn heim í kvöld. vísir / PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira