„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 12:02 Halldór Árnason sækir Vesturbæinn heim í kvöld. vísir / PAWEL Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Halldór er uppalinn vestur í bæ en kveðst vera orðinn vanur því að mæta sem þjálfari gestaliðs eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Blika síðustu ár. „Það er alltaf gaman að koma á KR-völlinn, en ég hef nú komið þarna sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks nokkrum sinnum. Það var kannski smá sérstakt fyrstu skiptin, en ég er bara þjálfari Breiðabliks. Við höfum verk að vinna á KR-vellinum og ég hlakka til að takast á við það,“ segir Halldór. Breiðablik tapaði býsna óvænt fyrir B-deildarliði Keflavíkur í bikarkeppninni á fimmtudaginn var. Hvernig hefur andinn verið á æfingum eftir það? „Andinn hefur verið ágætur. Auðvitað voru menn mjög svekktir eftir leikinn, við gerðum hann mjög vel daginn eftir leikinn. Bæði við í þjálfarateyminu og leikmannahópnum tökum ábyrgð á því sem fór úrskeiðis í Keflavík og viljum bæta fyrir það strax í kvöld,“ segir Halldór sem segir fínt að setja þann leik í baksýnisspegilinn. „Við horfum ekkert of mikið í þann leik. Við höfum spilað vel í vetur og vor og gerðum auðvitað margar breytingar á liðinu, svo það er óþarfi að hengja sig um of á þann leik,“ Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En það er alveg ljóst á KR-vellinum í kvöld að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja fyrir háum boltum og baráttu. Það er alveg ljóst að völlurinn býður ekki upp á annað. Við þurfum að vera klárir í það,“ segir Halldór. Hefur hann sem sagt áhyggjur af vallaraðstæðum í kvöld? „Ég veit ekki hvort áhyggjur séu rétta orðið. En það er auðvitað sérstakt að þurfa að aðlaga sig svona svakalega að aðstæðum þegar komið er í fjórðu umferð í mótinu. En við bara tökum á því og erum klárir í það sem völlurinn býður okkur upp á,“ segir Halldór. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira