Disneydraumurinn varð loks að veruleika Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 20:00 Íris Ösp er nýkomin heim úr tveggja vikna ævintýraferð til Flórída. Vísir/Einar Langþráður draumur konu með einhverfu rættist á dögunum þegar hún heimsótti Disney World í Flórída. Hún lýsir ferðinni sem algjöru ævintýri en hún safnaði fyrir ferðinni með sölu á armböndum sem hún perlaði. Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku. Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Í ágúst í fyrra heimsótti fréttastofa Írisi Ösp Símonardóttur, 35 ára konu með einhverfu. Hún átti þann draum heitastan að heimsækja Disney World í Flórída, hitta Mikka Mús og Elsu í Frozen og fara á McDonalds. En slík ferð kostar sitt og til að safna fyrir ferðinni brá hún á það ráð að perla armbönd og selja. Salan gekk framar vonum og í byrjun apríl hélt Íris ásamt tveimur aðstoðarkonum í tveggja vikna draumaferð. „Ég fékk styrk frá Icelandair, þau styrktu mig um flugmiða. Svo fékk ég frítt hús hús og frían bíl frá einni góðri konu. Ég er ógeðslega þakklát. Ég er líka mjög þakklát fyrir alla sem styrktu mig,“ segir Íris, sem var sæl og glöð þegar fréttastofa leit við í dag til að heyra ferðasöguna. Ferðin var algjört ævintýri en auk þess að heimsækja Disney World fór Íris í Universal skemmtigarðinn, í dýragarða, fór á ströndina og í sund og borðaði á öllum sínum uppáhalds veitingastöðum. Það sem stóð upp úr að hennar mati var að fara í Hogwart lestina. Hún fór að sjálfsögðu á McDonalds en segir þó að hamborgararnir á Wendy's hafi verið betri. Þá fór Íris nokkrum sinnum vel út fyrir þægindarammann, fór meðal annars í loftbelg og hélt á lifandi krókódíl og slöngu. Geri aðrir betur! Það var ógeðslega gaman, ekkert erfitt. Ég var ekkert hrædd. Svo hélt ég líka á páfagauk og klappaði höfrung. Í klippunni hér að ofan má sjá fjölmargar myndir og myndbönd frá ferðalaginu. Þar má einnig sjá Írisi taka lagið, uppáhalds lagið sitt Let it go úr Frozen myndinni. Á hverju kvöldi skrifaði Íris í dagbókina sína allt sem hún hafði séð og upplifað á ferðalaginu. Vísir/Einar Íris verslaði sér margt og mikið í ferðinni og kom heim hlaðin Disney dóti og fötum. Til að gleyma örugglega engu hélt hún ítarlega dagbók í ferðinni þar sem hún skrásetti samviskusamlega öll ævintýrin. Írisi leiddist ekki að versla í Flórída og kom heim hlaðin nýju dóti. Vísir/Einar Líkt og fyrr segir er Íris afar þakklát þeim sem styrktu hana svo að draumaferðin gæti orðið að veruleika. Hún perlaði mörg hundruð armbönd sem hún seldi en auk þess styrkti fjöldi fólks hana beint með framlögum eða gáfu henni flöskur og dósir. Hún er þegar farin að huga að næstu ferð en þá langar hana að heimsækja móður sína sem býr í Danmörku.
Einhverfa Ferðalög Bandaríkin Föndur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Átta ára búin að safna fyrir fjölskylduferð til Parísar með kleinusölu Átta ára gömul Kópavogsmær hefur síðustu mánuði mætt samviskusamlega í hverri viku til ömmu sinnar og bakað kíló af kleinum. Kleinurnar hefur hún svo selt, en fyrir ágóðann hyggst hún bjóða fjölskyldu sinni til Parísar. 26. október 2023 22:00