Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2024 19:00 Stefán Teitur og félagar í Silkeborg unnu frábæran sigur í kvöld. Silkeborg IF Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Silkeborg tók í kvöld á móti Midtjylland. Gestirnir eru í harðri toppbaráttu við Bröndby og FC Kaupmannahöfn á meðan heimamenn eru með fulla einbeitingu á bikarúrslitaleiknum gegn AGF þann 9. maí. Það var þó ekki að sjá á leik liðanna í kvöld en heimamenn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Tonni Adamsen kom Silkeborg yfir á 17. mínútu, Anders Klynge tvöfaldaði forystuna og Stefán Teitur fullkomnaði frábæran fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu. Staðan 3-0 í hálfleik og reyndust það lokatölurnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Silkeborg í síðustu fimmtán deildarleikjum. Silkeborg IF får en flot første sejr i 15 3F Superliga-kampe 💪#sldk | #siffcm pic.twitter.com/vZE3P0bbT1— 3F Superliga (@Superligaen) April 29, 2024 Midtjylland er því áfram í 3. sæti með 52 stig, líkt og FC Kaupmannahöfn sem er sæti ofar með betri markatölu. Bröndby trónir á toppnum með 56 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Silkeborg er í 6. sæti með 32 stig. Í Svíþjóð var Kolbeinn Þórðarson nálægt því að skora í 3-0 útisigri á Brommapojkarna í úrvalsdeildinni þar í landi. Markvörður Brommapojkarna varði hins vegar skot Kolbeins út í teiginn og Laurs Skjellerup fylgdi eftir svo Kolbeinn fékk skráða á sig stoðsendingu. 2-0 till Göteborg! Laurs Skjellerup styr in returen på Kolbeinn Thordarsons skott 🔵⚪ 📲 Se BP - IFK Göteborg på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/QHpVbwrMnx— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) April 29, 2024 Kolbeinn nældi sér einnig í gult spjald áður en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til loka venjulega leiktíma. Þá nældi Andri Fannar Baldursson sér einnig í gult spjald í 2-0 sigri Elfsborg á Sirius. Bæði Gautaborg og Elfsborg eru með sjö stig eftir sex leiki. Sitja þau í 12. og 13. sæti af 16 liðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira