„Skákin er bara byrjuð“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 22:46 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, er byrjaður að tefla. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira