Bóndi hvað! Sigríður Ævarsdóttir skrifar 30. apríl 2024 09:00 Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessu orð ,,bóndi“ – sem fólk virðist skilja með mjög mismunandi hætti eftir því við hverja er rætt. Kveikjan var eiginlega sú að ég sá orðið ,,reiðhjólabændur“ einhversstaðar og fór að hugsa um það hverskonar bændur væri þarna verið að tala um. Bóndi virðist í dag geta haft ýmsar merkingar og mér virðist flestir telja það sjálfgefið að sá sem býr úti á landi í húsi sem stendur ekki í þéttbýli sé bóndi. Skv.því sem ég heyri er bóndi t.d. aðili sem stundar búrekstur á jörð, einhver sem býr úti í sveit, þurfalingur á þjóðinni, aðili sem er að eyðileggja landið – annaðhvort með ofbeit eða með því að græða það upp með skógi, dýranýðingur og svo allskonar starfsheiti og nýyrði sem hengja orðið,,bóndi“við sig . Kannski þarf að finna upp annað orð fyrir bændur eða önnur orð fyrir hina sem ekki eru bændur en langar að vera það – en ég ætla að tengja svoldið við þetta orð ,,bóndi“ og fabúlera í kringum það. Við erum öll komin af bændum og innfæddir íslendingar eiga mjög stutt að sækja tengsl sín við þá. Það er okkur öllum hollt að muna og rifja það líka upp að án þeirra væri ekkert okkar hér. Við teljum okkur geta haft efni á því í dag að setja útá lifnaðarhætti bænda-forfeðranna okkar og aðferðarfræði við að komast af í landi sem gaf aldrei neinn afslátt af neinu, en ég segi bara ekki eitt einasta orð – efast um að nokkurt okkar gæti hafa gert betur í þeim aðstæðum sem hér voru í boði. Í seinni tíð virðist það ekki nóg svona eitt og sér að vera ,,venjulegur“ bóndi og því því telst gott og eðlilegt að fá sér launaða vinnu með. Enda vita það allir sem vilja vita það, að það er orðið mjög erfitt að lifa af því einu að vera bara bóndi, þó vissulega sé það fullt starf, sé því sinnt eins og þarf að gera það. Og sé það gert með þeim hætti að bóndinn sjálfur finni virði sitt og viðurkenningu á sínu starfi í gegnum eðlilegan vinnutíma, kröfur, álag, lífsgæði og lífsafkomu. Til einhvers samræmis við það sem eðlilegt þykir að gera tilkall til hjá öðrum atvinnugreinum. ,,Ég er bara bóndi“ ... er orðið svoldið svipað og það að vera,, bara húsmóðir“! Eitthvað vandræðalegt við það allt, einhvernveginn óþægilegt, ómerkilegt, eitthvað sem enginn eiginlega vill viðurkenna sig vera eða láta bendla sig við. Því það innifelur allskonar sem fólk vill ekki endilega vita að þarf að gera til að hlutirnir gangi upp og einhverjir verða að taka að sér því það gerist ekki af sjálfu sér, er oft ólaunað, ósýnilegt, óvinsælt og stundum sóðalegt. Eitthvað sem fæstir taka eftir að sé gert fyrr en hætt er að gera það! Kannski felst það líka í orðinu bóndi að gera ekki neitt, vera bara alltaf í fríi eða vinna þegar mann langar til, af því það er engin stimpilklukka og fólk í vinnu hjá sjálfu sér og einhverjir myndu örugglega misnota það. Og af því að þegar þau hin, sem ekki eru bændur, fara út á land í frí og hitta svoleiðis fólk, þá hefur bóndinn að því er virðist endalausan tíma til að setjast niður með fólki, spjalla og hafa gaman – rétt eins og það sjálft gerir þegar það er í fríi. Það er gömul klysja að margt fólk, með lélegar tengingu við ræturnar sínar í moldinni gerir sér litla grein fyrir því hvernig matur verður til. Og til að gera langa sögu stutta fyrir þá, þá er það nákvæmlega það sem bændur gera – þeir framleiða með beinum eða óbeinum hætti mat úr moldinni – hvort sem það er grænmeti, ávextir, korn-, kjöt-, egg eða mjólkurvörur. Þeir búa til matinn sem notaður er sem hráefni fyrir það sem keypt er í allskonar fínum pakkningum í verslunum. Hér er ég ekki að tala um reiðhjólabændur eða aðra sem búa á bújörðum en stunda ekki matvælaframleiðslu heldur aðra vinnu til að framfleyta sér til að geta leyft sér að ,,búa“ þar. Þetta er það sem fyrir mér orðið bóndi þýðir. Sá sem framleiðir mat. Og þetta er eitthvert mikilvægasta ef ekki það mikilvægasta starf og ábyrgð sem hægt er að hafa, því líf okkar allra hinna og framtíðarkynslóða veltur á því að við eigum góða bændur sem geta sinnt sínu starfi vel. Svo hin geti sinnt sínum störfum vel og þurfi ekki að vera að vinna við að framleiða matinn sinn sjálf. Höfum við tapað tengingunni við þessa staðreynd? Það segir sig sjálft að það er erfitt að vera bóndi af lífi og sál ef þarf að stunda aðra vinnu til að fá mannsæmandi laun, verandi slituppgefnir að reyna að sinna bústörfum í afgangstíma eftir að hafa skilað mislöngum vinnudegi annarsstaðar. Allt um kring og yfirvofandi er svo eftirlitsbatteríið sem virkar allskonar eða jafnvel ekki þar sem þarf. Íþyngjandi reglugerðir, oft búnar til erlendis og aðlagaðar að búskaparháttum þar, settar fram af fólki með takmarkaða eða enga tengingu við íslenskan landbúnað, hefð eða reynslu. Ríkið sjálft með sérfræðinga á launum gegn einstaka bændum með fjármagni almennings að ásælast þinglýstar eignir – takandi tíma, orku og fjármagn eigenda þeirra. Hvað gengur þeim til? Almenningsálitið sem í gegnum samfélagsmiðla gefur þeim sem vilja tækifæri til að komast ofaní hvers manns kopp, ef svo má segja. Það hefur kosti og galla – bændur eins og aðrir sitja uppi með það og hafa í seinni tíð því miður fengið nokkur þung högg – þar sem stéttin er stundum dæmd af því sem miður hefur farið hjá fáum. Og hvernig líður svo bændum sjálfum með þetta allt saman – þessum venjulegu ,,bara húsmæðrum“ bændum? Svoldið svipað og þeim held ég megi segja. Í of miklum mæli ósýnilegum og misskildum. Þunglyndi og bugun þessa duglega fólks sem skuldbundið hefur sig til að tryggja okkur hinum næringu fyrir okkur og börnin okkar er staðreynd á Íslandi. Þeir eru og hafa verið seinþreyttir til leiðinda. Þeir hafa reynt að fara eftir því sem fyrir þá hefur verið lagt en alltaf bætist í og menn eldast. Það þarf að breyta þessu og laga hitt skv. nýjustu löggjöfinni, en það er ekki nógur peningur að koma inn fyrir afurðirnar til að standa undir þeim kostnaði. Innflutningur af ódýrri matvöru, sem flutt er um langan veg með tilheyrandi kolefnissporum, þaðan sem löggjöfin gagnvart lyfja- og efnanotkun,skepnuhaldi, meðferð á landi og launum er lausari í reipum er hér, er gríðarmikill og í beinni samkeppni við það sem hér er framleitt. Börnin þurfa að fara í skóla. Pabbi og mamma hlaupa aðeins hraðar, voru samt eiginlega alveg á fullri ferð en um það er ekki spurt. Eitthvað af krökkunum langar að búa, hafa það í blóðinu, eru ,,bændur“ en það er eiginlega ekki hægt að hvetja þau til þess. Starfsumhverfið býður ekki uppá raunhæfa framtíðarmöguleika til að geta lifað. Og það þarf engan að undra að nýliðun er erfið, ungt fólk vill ekki né getur fjárfest í rekstri og fasteignum af slíkri stærðargráðu sem gerð er krafa um að séu rekstrareiningar í dag og eftir því sem á líður virðast stórfyrirtæki vera þeir einu sem geta tekið að sér slíkan rekstur. Lítil og meðalstór bú er okkur sagt að séu óhagstæðar rekstrareiningar og betra sé að hafa þau stærri og færri. Fyrir hvern spyr ég af því ég sé ekki endilega að það sé þannig, sé horft til lengri tíma og á heildarmyndina og af því að ég kann illa að reikna með þeim aðferðum sem hentar að nota til að draga upp þá mynd sem gefur þessa niðurstöðu. Ég sé hins vegar góðar bújarðir um allar sveitir í eyði og gríðarlegt tap einstaklinga og samfélaga á fjármunum og mannauði. Þar sem áður voru tugir minni búa með því samfélagi sem því fylgdi, er nú mögulega eitt starfrækt. Þetta eina bú þarf jafn mikið af fóðri og öðrum aðföngum og hin búin öll þurftu og það þýðir einfaldlega gríðarlegt álag á land í kringum þessa útgerð og massaframleiðslu afurða en allir innviðir sveitanna standa á brauðfótum í kring. Við erum öll misjöfn, höfum ólíka hæfileika og getu og þetta vitum við held ég flest. Flotti háskólakennarinn er ekki endilega besti smiðurinn eða lögfræðingurinn góður hjúkrunarfræðingur. Það sama gildir um bændur. Sumir eru fæddir til þess að vera bændur og hafa það í blóðinu umfram annað. Aðrir eiga ekki að koma nálægt því en geta verið fínir í öðru. Bóndi er sá sem býr til matvæli úr moldinni og það gerir hann með samvinnu og samspili við jörðina og það líf, þà ferla og þau öfl sem þar virka. Bóndi þekkir sína jörð, bæði þá sem er ræktuð og útjörðina og kann að nýta hana til matvælaframleiðslu, vinna með hana og með henni og skila henni til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en hún var í þegar hann tók við henni. Ekki öfugt! Nú eiga allir að stökkva til og gerast ferðaþjónustbændur. Það er orðið þannig í ákv. sveitum að nánast enginn búskapur er þar annar en ferðamennska. Ég hef ekkert á móti ferðamönnum eða því að bændur geti haft af því tekjur að sinna þeim, en eins og áður þá var það kannski ekki það sem lagt var upp með hjá öllum sem hófu búskap. Að þurfa að reka búskap á tekjum úr ferðaþjónustu er eitthvað annað en raunverulegur bóndi ætti að þurfa að gera. Þessu má kannski líkja aðeins við að þegar kennarinn og læknirinn koma heim úr sinni vinnu, þá fari þeir að þrífa klósett, þvo þvotta og búa upp rúm í gestaherbergjunum í húsinu sínu fyrir ferðafólk í gistingu – svo hægt sé að brauðfæða fjölskylduna. Að vera fæddur bóndi en hafa ekki til þess möguleika eða bugast undan þeim kröfum sem fylgja því - það eru erfið örlög og örugglega hluti þess sem veldur vanlíðan stéttarinnar umfram aðrar í dag. Því fylgir streita, skömm og sektarkennd að standa stöðugt andspænis aðstæðum þar sem viðkomandi þarf að velja milli þess að bregðast sínum eigin gildum og köllun eða því að bregðast fjölskyldu, samfélagi og kröfum valdhafa ofl. sem skapa umhverfi of erfitt til að raunhæft sé að lifa þar eins og heil manneskja þarf að geta gert til að líða vel. Að valda alltaf einhverjum vonbrigðum, sama hvað! Jæja, það kom meira en ég gerði mér grein fyrir að væri þarna og enn er eitthvað eftir, en þetta er nóg. Njótið dagsins – og kveðja til ykkar sauðfjárbændur sérstaklega, sem nú standið vaktina í sauðburði. Þið eruð á einhvern hátt, í mínum huga allavega, fulltrúar íslenskrar þjóðar rétt eins og sjómennirnir okkar. Holdgerfingar dugnaðar, seiglu, þrautsegju, þrjósku og æðruleysis, að taka á móti voninni sem nýju lífi fylgir, hvernig svo sem allt annað velkist í þessum heimi. Höfundur er skrifari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Efnahagsmál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þessu orð ,,bóndi“ – sem fólk virðist skilja með mjög mismunandi hætti eftir því við hverja er rætt. Kveikjan var eiginlega sú að ég sá orðið ,,reiðhjólabændur“ einhversstaðar og fór að hugsa um það hverskonar bændur væri þarna verið að tala um. Bóndi virðist í dag geta haft ýmsar merkingar og mér virðist flestir telja það sjálfgefið að sá sem býr úti á landi í húsi sem stendur ekki í þéttbýli sé bóndi. Skv.því sem ég heyri er bóndi t.d. aðili sem stundar búrekstur á jörð, einhver sem býr úti í sveit, þurfalingur á þjóðinni, aðili sem er að eyðileggja landið – annaðhvort með ofbeit eða með því að græða það upp með skógi, dýranýðingur og svo allskonar starfsheiti og nýyrði sem hengja orðið,,bóndi“við sig . Kannski þarf að finna upp annað orð fyrir bændur eða önnur orð fyrir hina sem ekki eru bændur en langar að vera það – en ég ætla að tengja svoldið við þetta orð ,,bóndi“ og fabúlera í kringum það. Við erum öll komin af bændum og innfæddir íslendingar eiga mjög stutt að sækja tengsl sín við þá. Það er okkur öllum hollt að muna og rifja það líka upp að án þeirra væri ekkert okkar hér. Við teljum okkur geta haft efni á því í dag að setja útá lifnaðarhætti bænda-forfeðranna okkar og aðferðarfræði við að komast af í landi sem gaf aldrei neinn afslátt af neinu, en ég segi bara ekki eitt einasta orð – efast um að nokkurt okkar gæti hafa gert betur í þeim aðstæðum sem hér voru í boði. Í seinni tíð virðist það ekki nóg svona eitt og sér að vera ,,venjulegur“ bóndi og því því telst gott og eðlilegt að fá sér launaða vinnu með. Enda vita það allir sem vilja vita það, að það er orðið mjög erfitt að lifa af því einu að vera bara bóndi, þó vissulega sé það fullt starf, sé því sinnt eins og þarf að gera það. Og sé það gert með þeim hætti að bóndinn sjálfur finni virði sitt og viðurkenningu á sínu starfi í gegnum eðlilegan vinnutíma, kröfur, álag, lífsgæði og lífsafkomu. Til einhvers samræmis við það sem eðlilegt þykir að gera tilkall til hjá öðrum atvinnugreinum. ,,Ég er bara bóndi“ ... er orðið svoldið svipað og það að vera,, bara húsmóðir“! Eitthvað vandræðalegt við það allt, einhvernveginn óþægilegt, ómerkilegt, eitthvað sem enginn eiginlega vill viðurkenna sig vera eða láta bendla sig við. Því það innifelur allskonar sem fólk vill ekki endilega vita að þarf að gera til að hlutirnir gangi upp og einhverjir verða að taka að sér því það gerist ekki af sjálfu sér, er oft ólaunað, ósýnilegt, óvinsælt og stundum sóðalegt. Eitthvað sem fæstir taka eftir að sé gert fyrr en hætt er að gera það! Kannski felst það líka í orðinu bóndi að gera ekki neitt, vera bara alltaf í fríi eða vinna þegar mann langar til, af því það er engin stimpilklukka og fólk í vinnu hjá sjálfu sér og einhverjir myndu örugglega misnota það. Og af því að þegar þau hin, sem ekki eru bændur, fara út á land í frí og hitta svoleiðis fólk, þá hefur bóndinn að því er virðist endalausan tíma til að setjast niður með fólki, spjalla og hafa gaman – rétt eins og það sjálft gerir þegar það er í fríi. Það er gömul klysja að margt fólk, með lélegar tengingu við ræturnar sínar í moldinni gerir sér litla grein fyrir því hvernig matur verður til. Og til að gera langa sögu stutta fyrir þá, þá er það nákvæmlega það sem bændur gera – þeir framleiða með beinum eða óbeinum hætti mat úr moldinni – hvort sem það er grænmeti, ávextir, korn-, kjöt-, egg eða mjólkurvörur. Þeir búa til matinn sem notaður er sem hráefni fyrir það sem keypt er í allskonar fínum pakkningum í verslunum. Hér er ég ekki að tala um reiðhjólabændur eða aðra sem búa á bújörðum en stunda ekki matvælaframleiðslu heldur aðra vinnu til að framfleyta sér til að geta leyft sér að ,,búa“ þar. Þetta er það sem fyrir mér orðið bóndi þýðir. Sá sem framleiðir mat. Og þetta er eitthvert mikilvægasta ef ekki það mikilvægasta starf og ábyrgð sem hægt er að hafa, því líf okkar allra hinna og framtíðarkynslóða veltur á því að við eigum góða bændur sem geta sinnt sínu starfi vel. Svo hin geti sinnt sínum störfum vel og þurfi ekki að vera að vinna við að framleiða matinn sinn sjálf. Höfum við tapað tengingunni við þessa staðreynd? Það segir sig sjálft að það er erfitt að vera bóndi af lífi og sál ef þarf að stunda aðra vinnu til að fá mannsæmandi laun, verandi slituppgefnir að reyna að sinna bústörfum í afgangstíma eftir að hafa skilað mislöngum vinnudegi annarsstaðar. Allt um kring og yfirvofandi er svo eftirlitsbatteríið sem virkar allskonar eða jafnvel ekki þar sem þarf. Íþyngjandi reglugerðir, oft búnar til erlendis og aðlagaðar að búskaparháttum þar, settar fram af fólki með takmarkaða eða enga tengingu við íslenskan landbúnað, hefð eða reynslu. Ríkið sjálft með sérfræðinga á launum gegn einstaka bændum með fjármagni almennings að ásælast þinglýstar eignir – takandi tíma, orku og fjármagn eigenda þeirra. Hvað gengur þeim til? Almenningsálitið sem í gegnum samfélagsmiðla gefur þeim sem vilja tækifæri til að komast ofaní hvers manns kopp, ef svo má segja. Það hefur kosti og galla – bændur eins og aðrir sitja uppi með það og hafa í seinni tíð því miður fengið nokkur þung högg – þar sem stéttin er stundum dæmd af því sem miður hefur farið hjá fáum. Og hvernig líður svo bændum sjálfum með þetta allt saman – þessum venjulegu ,,bara húsmæðrum“ bændum? Svoldið svipað og þeim held ég megi segja. Í of miklum mæli ósýnilegum og misskildum. Þunglyndi og bugun þessa duglega fólks sem skuldbundið hefur sig til að tryggja okkur hinum næringu fyrir okkur og börnin okkar er staðreynd á Íslandi. Þeir eru og hafa verið seinþreyttir til leiðinda. Þeir hafa reynt að fara eftir því sem fyrir þá hefur verið lagt en alltaf bætist í og menn eldast. Það þarf að breyta þessu og laga hitt skv. nýjustu löggjöfinni, en það er ekki nógur peningur að koma inn fyrir afurðirnar til að standa undir þeim kostnaði. Innflutningur af ódýrri matvöru, sem flutt er um langan veg með tilheyrandi kolefnissporum, þaðan sem löggjöfin gagnvart lyfja- og efnanotkun,skepnuhaldi, meðferð á landi og launum er lausari í reipum er hér, er gríðarmikill og í beinni samkeppni við það sem hér er framleitt. Börnin þurfa að fara í skóla. Pabbi og mamma hlaupa aðeins hraðar, voru samt eiginlega alveg á fullri ferð en um það er ekki spurt. Eitthvað af krökkunum langar að búa, hafa það í blóðinu, eru ,,bændur“ en það er eiginlega ekki hægt að hvetja þau til þess. Starfsumhverfið býður ekki uppá raunhæfa framtíðarmöguleika til að geta lifað. Og það þarf engan að undra að nýliðun er erfið, ungt fólk vill ekki né getur fjárfest í rekstri og fasteignum af slíkri stærðargráðu sem gerð er krafa um að séu rekstrareiningar í dag og eftir því sem á líður virðast stórfyrirtæki vera þeir einu sem geta tekið að sér slíkan rekstur. Lítil og meðalstór bú er okkur sagt að séu óhagstæðar rekstrareiningar og betra sé að hafa þau stærri og færri. Fyrir hvern spyr ég af því ég sé ekki endilega að það sé þannig, sé horft til lengri tíma og á heildarmyndina og af því að ég kann illa að reikna með þeim aðferðum sem hentar að nota til að draga upp þá mynd sem gefur þessa niðurstöðu. Ég sé hins vegar góðar bújarðir um allar sveitir í eyði og gríðarlegt tap einstaklinga og samfélaga á fjármunum og mannauði. Þar sem áður voru tugir minni búa með því samfélagi sem því fylgdi, er nú mögulega eitt starfrækt. Þetta eina bú þarf jafn mikið af fóðri og öðrum aðföngum og hin búin öll þurftu og það þýðir einfaldlega gríðarlegt álag á land í kringum þessa útgerð og massaframleiðslu afurða en allir innviðir sveitanna standa á brauðfótum í kring. Við erum öll misjöfn, höfum ólíka hæfileika og getu og þetta vitum við held ég flest. Flotti háskólakennarinn er ekki endilega besti smiðurinn eða lögfræðingurinn góður hjúkrunarfræðingur. Það sama gildir um bændur. Sumir eru fæddir til þess að vera bændur og hafa það í blóðinu umfram annað. Aðrir eiga ekki að koma nálægt því en geta verið fínir í öðru. Bóndi er sá sem býr til matvæli úr moldinni og það gerir hann með samvinnu og samspili við jörðina og það líf, þà ferla og þau öfl sem þar virka. Bóndi þekkir sína jörð, bæði þá sem er ræktuð og útjörðina og kann að nýta hana til matvælaframleiðslu, vinna með hana og með henni og skila henni til komandi kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en hún var í þegar hann tók við henni. Ekki öfugt! Nú eiga allir að stökkva til og gerast ferðaþjónustbændur. Það er orðið þannig í ákv. sveitum að nánast enginn búskapur er þar annar en ferðamennska. Ég hef ekkert á móti ferðamönnum eða því að bændur geti haft af því tekjur að sinna þeim, en eins og áður þá var það kannski ekki það sem lagt var upp með hjá öllum sem hófu búskap. Að þurfa að reka búskap á tekjum úr ferðaþjónustu er eitthvað annað en raunverulegur bóndi ætti að þurfa að gera. Þessu má kannski líkja aðeins við að þegar kennarinn og læknirinn koma heim úr sinni vinnu, þá fari þeir að þrífa klósett, þvo þvotta og búa upp rúm í gestaherbergjunum í húsinu sínu fyrir ferðafólk í gistingu – svo hægt sé að brauðfæða fjölskylduna. Að vera fæddur bóndi en hafa ekki til þess möguleika eða bugast undan þeim kröfum sem fylgja því - það eru erfið örlög og örugglega hluti þess sem veldur vanlíðan stéttarinnar umfram aðrar í dag. Því fylgir streita, skömm og sektarkennd að standa stöðugt andspænis aðstæðum þar sem viðkomandi þarf að velja milli þess að bregðast sínum eigin gildum og köllun eða því að bregðast fjölskyldu, samfélagi og kröfum valdhafa ofl. sem skapa umhverfi of erfitt til að raunhæft sé að lifa þar eins og heil manneskja þarf að geta gert til að líða vel. Að valda alltaf einhverjum vonbrigðum, sama hvað! Jæja, það kom meira en ég gerði mér grein fyrir að væri þarna og enn er eitthvað eftir, en þetta er nóg. Njótið dagsins – og kveðja til ykkar sauðfjárbændur sérstaklega, sem nú standið vaktina í sauðburði. Þið eruð á einhvern hátt, í mínum huga allavega, fulltrúar íslenskrar þjóðar rétt eins og sjómennirnir okkar. Holdgerfingar dugnaðar, seiglu, þrautsegju, þrjósku og æðruleysis, að taka á móti voninni sem nýju lífi fylgir, hvernig svo sem allt annað velkist í þessum heimi. Höfundur er skrifari.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun