Körfubolti

Martin meiddist og á leið upp á sjúkra­hús

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Remy Martin og Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, fagna sigri liðsins bikarkeppninni fyrr á leiktíðinni.
Remy Martin og Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, fagna sigri liðsins bikarkeppninni fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét

Remy Martin, lykilmaður í liði Keflavíkur í Subway-deild karla í körfubolta, meiddist illa gegn Grindavík í kvöld. Hann er á leið upp á sjúkrahús þegar fréttin er skrifuð.

Martin hefur verið frábær í liði Keflavíkur undanfarið og var búist við að hann yrði í stóru hlutverki í rimmu nágrannaliðanna í undanúrslitum. Fyrsti leikur rimmunnar fór fram í kvöld en þar þurfti Martin að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. 

Fyrst var óttast að Martin hefði slitið eitthvað en Magnús Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, staðfesti í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi að áhyggjur af meiðslum Martin væru minni nú en strax í upphafi. Magnús telru að líklegra sé að um slæma tognun sé að ræða frekar en slit.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan í leiknum 63-60 Grindavík í vil. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport sem og hann er í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×