„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2024 21:43 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. „Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira