„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. apríl 2024 21:43 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. „Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Við vorum sterkari á svellinu í lokin. Mér fannst þetta úr takt af okkar hálfu en Keflavík gerði vel. Það riðlaðist planið hjá okkur þegar Remy (Martin) dettur út en við gerðum vel þegar þess þurfti,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Það má segja að Dedrick (Basile) hafi dregið okkur yfir línuna. Þetta er sigur og það er það sem þetta snýst um.“ Ellefu dagar eru síðan Grindavík lék síðast og Jóhann sagði að það hafi haft áhrif. „Það vantaði svolítið upp á orkustigið varnarlega. Þar erum við svolítið flatir allan leikinn. Við erum að hjálpa of mikið á vitlausum stöðum. Þeir komast í takt og í sinn leik. Það getur vel verið að það hafi spilað inn í.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir“ Jóhann Þór var hikandi þegar hann var spurður út í brottrekstur DeAndre Kane. Kane var rekinn af velli þegar hann fékk tæknivillu fyrir „flopp“ en hann hafði áður fengið óíþróttamannslega villu í leiknum. Jóhann lét þó gamminn geysa og var allt annað en sáttur með það sem gengið hefur á. „Það er þannig að það eru áherslubreytingar hjá dómurum sem voru kynntar í haust en ekki teknar í notkun fyrr en núna í vor. Það getur vel verið að þetta hafi verið „flopp“ og þá er það bara tæknivilla. En allar þessar áherslubreytingar. Það eru einhverjir jakkafataklæddir kallar úti í Evrópu að búa til einhverjar áherslur og reyna að stækka hlut dómarana í kökunni. Að þeir fái meiri athygli og þeir fái að taka meiri þátt.“ „Besti dómarinn er sá sem þú tekur ekki eftir. Þetta er líka svona í Bestu deildinni í fótbolta. Dómarnir tala um áherslur en það er búið að taka allar tilfinningar út úr leiknum, það er það sem ég skil ekki. Mér finnst þetta mjög ódýrt og hann er ábyggilega að fara í bann út af þessu fáránlega dæmi fyrir einvígið gegn Tindastóli. Þá er hann örugglega að fara í 1-2 leiki í bann fyrir þetta. Þessi áhersluþvæla er það sem ég skil ekki. Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ spurði Jóhann og var augljóslega ósáttur. Hann vildi lítið tjá sig um hegðun Kane eftir brottreksturinn en Kane var allt annað en sáttur og tók langan tíma að koma honum af velli. Jóhann vildi þó ekki meina að því ættu að fylgja afleiðingar. „Ég sá það ekkert. Þetta er bara minn maður og ég bakka hann upp. Það er skap í honum. Alls ekki.“ Jóhann Þór segist þó viss um að Kane fái leikbann og jafnvel tvo leiki. „Ég held hann fái tvo leiki, þetta er svo fáránlegt allt þetta prógramm. Þannig að já ég á von á því. Aganefnd fylgir einhverjum reglum, eða þegar liggur vel á þeim. Hann fer pottþétt í bann en hvort það verða einn eða tveir leikir verður að koma í ljós.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik