Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2024 10:00 Viktor Bjarki Daðason er yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar fótboltans hér á landi. Hann er aðeins 15 ára gamall og á leið út í atvinnumennskuna í sumar. Vísir/Einar Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira