„Það er hart sótt að okkar fólki“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 21:01 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki. Vísir/Bjarni Verkalýðsdagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í dag. Fjöldi landsmanna kom saman í kröfugöngu í miðbæ Reykjavíkur og var gengið niður að Ingólfstorgi þar sem fram fór fjölmennur útifundur. Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fyrir framan Hallgrímskirkju söfnuðust saman fulltrúar stéttarfélaganna sem tóku þátt í kröfugöngunni og aðrir sem vildu leggja baráttunni lið. Stéttarfélögin voru mörg og fjölbreytt, en kröfurnar á svipuðum nótum. Betri kjör fyrir fólkið sem heldur öllu gangandi. Nýstofnað félag Visku, stéttarfélags sérfræðinga, var meðal þeirra sem tóku þátt. „Við eigum að fá borgað sanngjörn laun fyrir okkar störf,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku.Vísir/Bjarni Og það hefur ekki verið þannig hingað til? „Nei, minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi. Þannig það er verk að vinna,“ segir Georg Brynjarsson, framkvæmdastjóri Visku. Georg Brynjarsson er framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Visku.Vísir/Bjarni Við viljum náttúrulega bætt kjör og við viljum miklu betra starfsumhverfi. Við sjáum það að það þarf líka að bæta starfsumhverfi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk. Og sérstaklega hjúkrunarfræðingana sem ég tala fyrir. Bætt kjör og betra starfsumhverfi,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.Vísir/Sigurjón „Við sjáum það í dag að það er enn mikilvægara að koma saman og sýna samstöðu í verki. Það er hart sótt að okkar fólki og við þurfum að sækja fram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, tók þátt í göngunni ásamt sínu fólki.Vísir/Bjarni „Við krefjumst virðingar fyrir verka- og láglaunafólks. Við krefjumst valda í samfélaginu, við krefjumst þess að við sem sköpum arðinn fáum að njóta afraksturs vinnu okkar. Svo erum við hér líka til að standa með fólkinu í Palestínu og krefjast skilyrðislauss vopnahlés strax í dag,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum.Vísir/Bjarni Þá tók að minnsta kosti einn forsetaframbjóðandi þátt í göngunni. „Bara eins og ég hef gert frá því ég man eftir mér. Ég var alin upp við það að halda þennan dag hátíðlegan og að sjálfsögðu mæti ég hér núna eins og áður,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og forsetaframbjóðandi. Vísir/Arnar Gengið var frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Ingólfstorgi þar sem ræðuhöld fóru fram. Sambærileg dagskrá fór fram um land allt, þar á meðal Selfossi þar sem gengin var kröfuganga og ræðuhöld fóru fram, Akureyri og Ísafirði. Í Hafnarfirði voru haldnir samstöðu- og baráttutónleikar þar sem Jóhanna Guðrún, meðal annarra, tók lagið. Fleiri myndir frá deginum má sjá hér fyrir neðan. Lúðrasveit verkalýðsins gekk niður að Ingólfstorgi í kröfugöngunni.Vísir/Viktor Freyr Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, var fundarstjóri á Ingólfstorgi.Vísir/Viktor Freyr Skagfirska hljómsveitin Úlfur Úlfur tók lagið.Vísir/Viktor Freyr Sólveig Anna Jónsdóttir flutti ræðu.Vísir/Viktor Freyr Bríet steig einnig á stokk.Vísir/Viktor Freyr Sumarblíðan lék við fólk í dag.Vísir/Viktor Freyr
Reykjavík Hafnarfjörður Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Forsetakosningar 2024 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent