Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2024 07:37 Eurovision-keppnin fer fram í Malmö Arena í Malmö að þessu sinni. EPA Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24