Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 3. maí 2024 10:01 Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Álit fjármálaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarflokkanna liggur fyrir og er skýrt: Ný fjármálaáætlun geymir ekki betri verkfæri til að ná niður verðbólgu en sú síðasta. Áherslur eru ekki bara sagðar ógagnsæjar heldur ótrúverðugar. Útgjaldavöxturinn sé þannig að hann geti ekki borið sig. Ósjálfbær. Niðurstaðan af svona vinnubrögðum verður því miður alltaf þessi: Meiri lán ríkisins sem almenningur þarf að greiða dýru verði fyrir. Auðvitað er ekki trúverðugt að tala um milljarða aðgerðir sem hvergi eru sjáanlegar og ekki er að finna í tölum áætlunarinnar. Það geta aldrei verið annað en einhver bjartsýn markmið. Sjálft planið um hvernig eigi að ná fram aðgerðunum er hvergi að finna í áætlun ríkisstjórnarinnar. Vinna ríkisstjórnarflokkanna byggir ekki heldur á neinum greiningum um hvernig er hægt að fara betur með fjármagn eða auka framleiðni. Allt of lítið púður í fjármálaáætluninni fer í að ræða rekstur. Í rekstri ríkisins liggja hins vegar tækifæri til að fara betur með fjármuni. Verkefni ríkisins eru svo sannarlega misjafnlega brýn. Enn faraldur í fjármálunum? Kjarnaatriði í gagnrýni Fjármálaráðs er að útgjaldaaukning vegna heimsfaraldurs hafi reynst þrálátari en hægt sé að réttlæta. Þegar dró úr kostnaði vegna heimsfaraldurs var fjármunum bara eytt í annað. Þess vegna séu útgjöld hins opinbera í nýju fjármálaáætluninni meiri en þau voru fyrir covid. Ráðið bendir á að varla nein merki sjáist um að útgjöld ríkisins hafi minnkað eftir að aðgerðum stjórnvalda eftir heimsfaraldurinn lauk. Danir, Norðmenn og Svíar gáfu vel í aðgerðir til að bregðast við áhrifum heimsfaraldurs 2020 en þessi ríki voru svo komin niður á sama útgjaldastig ári síðar. Hér sé útgjaldastigið enn eins og í heimsfaraldri löngu eftir að honum lauk. Þessi gagnrýni Fjármálaráðs rímar við gagnrýni Viðreisnar um að það hafi verið kominn faraldur í fjármál ríkisins á vakt ríkisstjórnarflokkanna löngu fyrir heimsfaraldur - og hann lifi góðu lífi þar enn. Ríkisstjórnin er hluti vandans Skiptir þetta máli fyrir almenning? Já, almenningur og fyrirtæki þurfa að þola verðbólgu lengur þegar svona glannaskapur einkennir ríkisfjármálin. Ríkisfjármálin hér eru hluti af verðbólguvandanum en ekki hluti af lausninni. Nýjustu spár benda til að verðbólgumarkmið náist ekki fyrr en árið 2026. Ráðherrar hafa fagnað því sem sigri að verðbólga sé núna komin í 6%. Stjórnleysi eins og þetta hefur þær afleiðingar fyrir fyrirtækin að þau fá á sig 1% skattahækkun á næsta ári, líka þau minni og meðalstóru sem nú þegar eru að glíma við verðbólgu og háa vexti. Og þegar ríkisstjórn er ófær um að taka ákvarðanir þá gerist lítið annað en útgjöld aukast sjálfkrafa án þess að þjónusta við fólkið í landinu aukist eða innviðafjárfesting sé meiri. Fjármálaáætlun er í reynd uppfull af markmiðum sem eftir er að útfæra og kostnaðarmeta. Fólk þráir stöðugleika Óbreytt ástand í ríkisfjármálunum eru síðan sérstaklega vondar fréttir fyrir millistéttina, því hún verður áfram að taka á sig háan vaxtakostnað ofan á verðbólgu. Ástandið bitnar einna harðast á þeim sem þurfa að standa straum af mestu útgjöldunum miðað við tekjur, eins og ungu barnafólki. Fólk sem er með húsnæðislán og jafnvel námslán. Að ekki sé talað um fólk á leigumarkaði. Þegar Viðreisn hefur spurt hvers vegna þurfi margfalt hærri vexti hér en í nágrannalöndunum er svarið yfirleitt að það sé vegna þess að hér sé svo mikill hagvöxtur. Hagvöxtur á Íslandi er hins vegar minni á mann en í nágrannalöndum okkar. Þetta er síðan ástæða þess að fólk finnur ekki sérstaklega fyrir auknum lífsgæðum þrátt fyrir hagvöxtinn. Fólk finnur hins vegar verulega fyrir þenslunni sem birtist í mikilli verðbólgu, háum vöxtum og háu húsnæðisverði. Það er forgangsmál Viðreisnar að hér séu skapaðar aðstæður fyrir vaxtalækkanir. Stöðugleikann vantar og það er stöðugleiki sem fólk vill. Eftir að hafa lesið álit Fjármálaráðs mætti kannski orða niðurstöðu þeirra um fjármál ríkisstjórnarinnar þannig: Ótrúverðugt plan að annars góðum markmiðum. Allt gott sem sagt - nema hvað að planið gengur ekki upp. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun