Hvar er Reykjavegur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2024 15:01 Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar