Áflogaseggir fá ekki að mæta aftur á völlinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 14:03 Mörgum var heitt í hamsi eftir leikinn í Keflavík. vísir/hulda margrét Það sauð upp úr í Keflavík um helgina er heimamenn tryggðu sér ævintýralegan sigur á Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar karla. Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Keflavík skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og tryggði sér þannig sigur. Spennustigið í húsinu var hátt og áflog brutust út í kjölfar sigurkörfunnar. Átökin voru þó aðallega innbyrðis hjá stuðningsmannasveitunum. Gæslumenn náðu þó fljótt stjórn á aðstæðum. Þessi hegðun hefur þó dregið dilk á eftir sér og bæði félög munu líklega setja ákveðna stuðningsmenn í bann frá því að mæta á fleiri leiki. Keflvíkingar staðfestu við íþróttadeild að einhverjir stuðningsmenn liðsins myndu fara í bann og eru því ekki velkomnir á fleiri leiki í vetur. Körfuknattleiksdeildin mun funda seinni partinn um málið. Grindvíkingar hafa sömuleiðis verið að vinna í málinu og segja að það verði einhverjar afleiðingar vegna hegðunar ákveðinna stuðningsmanna. Klippa: Hiti í Keflavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það verði ekki frekari eftirmálar af hálfu Körfuknattleikssambandsins. „Þetta er ekki á borði KKÍ. Það er hrós á félögin hvað þetta var tæklað vel á staðnum. Bæði öryggisverðir og aðrir frá félögunum stóðu sig rosalega vel að gera það sem hægt var að gera til að róa mannskapinn niður. Eftirlitsmaður og aðrir voru ánægðir með hvernig var staðið að því að klára þetta,“ segir Hannes. „Þetta sýnir hvað hitinn er mikill og að fólk þarf að passa sig. Þetta er íþróttaleikur og að sjálfsögðu á að berjast á vellinum en svona á auðvitað alls ekki að líðast. Það var farið mjög hratt í þetta til að lágmarka þann skaða sem var orðinn. Félögin tækluðu þetta mjög vel og þetta var afgreitt á staðnum. Við hvetjum til þess að það verði áfram góð öryggisgæsla og að áhorfendur hagi sér.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira