Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. maí 2024 18:23 Smá meiðslabras fyrir komandi leiki. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. Aron hefur dregið sig úr hópnum en mætti þó á æfingu dagsins, í borgaralegum klæðnaði. Aron meiddist á fingri í leik FH við ÍBV á dögunum og tók ekki þátt í oddaleik liðanna í gær. Hann er einnig tæpur á nára. Haukur meiddist í bikarúrslitaleiknum í Póllandi í gær. Hann fékk þá tak í hnéð og er á leið í myndatöku. Hann fylgdist með æfingu dagsins af hliðarlínunni, líkt og Aron. Elvar Örn Jónsson er einnig tæpur, sem og Þorsteinn Leó Gunnarsson og ólíklegt að þeir spili fyrri leikinn við Eistland á miðvikudag en þeir gætu þó náð síðari leiknum ytra um helgina. Klippa: Ekki besti dagurinn á skrifstofunni Allir leika þeir ýmist sem vinstri skytta eða á miðjunni og því töluvert um fjarveru í þeirri stöðu fyrir leikina. Elvar Ásgeirsson hefur verið kallaður inn í hópinn sökum meiðslanna. „Dagurinn í dag var ekkert frábær á skrifstofunni. Haukur meiddist í gær, Þorsteinn meiddist í gær og Elvar er mjög tæpur fyrir leikinn á miðvikudaginn. Auðvitað vitum við stöðuna á Aroni sem er að öllum líkindum ekki með,“ segir Snorri í samtali við Stöð 2 fyrir æfingu dagsins í Safamýri. „Þetta eru fjórir leikmenn sem vill svo óheppilega til að spila sömu stöðu sem eru líklega ekki með. Það er bara staðan,“ bætir hann við. Snorri Steinn kallaði þá inn leikmenn úr Olís-deildinni til að fylla æfingahópinn í dag. Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason eru ekki í landsliðshópi Snorra en voru með á æfingu dagsins. Ísland og Eistland mætast í fyrir umspilsleiknum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Liðin mætast í Tallinn á laugardag. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra sem er að neðan. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Aron hefur dregið sig úr hópnum en mætti þó á æfingu dagsins, í borgaralegum klæðnaði. Aron meiddist á fingri í leik FH við ÍBV á dögunum og tók ekki þátt í oddaleik liðanna í gær. Hann er einnig tæpur á nára. Haukur meiddist í bikarúrslitaleiknum í Póllandi í gær. Hann fékk þá tak í hnéð og er á leið í myndatöku. Hann fylgdist með æfingu dagsins af hliðarlínunni, líkt og Aron. Elvar Örn Jónsson er einnig tæpur, sem og Þorsteinn Leó Gunnarsson og ólíklegt að þeir spili fyrri leikinn við Eistland á miðvikudag en þeir gætu þó náð síðari leiknum ytra um helgina. Klippa: Ekki besti dagurinn á skrifstofunni Allir leika þeir ýmist sem vinstri skytta eða á miðjunni og því töluvert um fjarveru í þeirri stöðu fyrir leikina. Elvar Ásgeirsson hefur verið kallaður inn í hópinn sökum meiðslanna. „Dagurinn í dag var ekkert frábær á skrifstofunni. Haukur meiddist í gær, Þorsteinn meiddist í gær og Elvar er mjög tæpur fyrir leikinn á miðvikudaginn. Auðvitað vitum við stöðuna á Aroni sem er að öllum líkindum ekki með,“ segir Snorri í samtali við Stöð 2 fyrir æfingu dagsins í Safamýri. „Þetta eru fjórir leikmenn sem vill svo óheppilega til að spila sömu stöðu sem eru líklega ekki með. Það er bara staðan,“ bætir hann við. Snorri Steinn kallaði þá inn leikmenn úr Olís-deildinni til að fylla æfingahópinn í dag. Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Bragi Aðalsteinsson og Jóhannes Berg Andrason eru ekki í landsliðshópi Snorra en voru með á æfingu dagsins. Ísland og Eistland mætast í fyrir umspilsleiknum í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Liðin mætast í Tallinn á laugardag. Fleira kemur fram í viðtalinu við Snorra sem er að neðan.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira