„Ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. maí 2024 22:18 Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir fara yfir málin Vísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok eftir að Njarðvíkingar sópuðu Grindvíkingum út úr 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. „Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega góður núna, vá. Ég er búinn að vera með fiðrildi í maganum síðan klukkan tíu í morgun þannig að ég er bara alveg alsæll. Bara „ótrúlega stoltur að klára mjög sterkt og vel mannað Grindavíkurlið“. Þetta er mjög gott sóknarlið og við erum búnar að, sérstaklega í seinni tveimur leikjunum, að ná að slökkva í þeim. Sérstaklega í seinni hálfleik með alvöru ákefð og vinnusemi.“ Grindvíkingar virtust vera að brjóta Njarðvíkinga á bak aftur í þriðja leikhluta þegar þeir náðu átta stiga forskoti en þá kom Andela Strize og skoraði níu stig í röð og sneri leiknum við nánast upp á sitt einsdæmi. Það kom Rúnari í raun alls ekki á óvart. „Hún er geggjuð í körfu. Ef hún myndi alltaf vita það sjálf þá væri það frábært. Ég er alltaf að hvetja hana áfram því hún er frábær skotmaður, hún er einn besti varnarmaður í deildinni. Þegar hún kemst í þennan takt, að trúa á sjálfa sig, þá er hún mjög góð. Klók að keyra á körfuna og líka bara frábær skytta.“ „Hún steig vel upp. Við þurftum einhvern veginn smá högg frá þeim og þá kom þessi kraftur, þessi neisti og við bara ákváðum að svara af fullum krafti til baka og gerðum það á góðum tímapunkti. Alvöru karakter.“ Er hvíldinni feginn Njarðvíkingar fá núna ágætis hvíld fram að úrslitaeinvíginu meðan Keflavík og Stjarnan útkljá sitt einvígi og Rúnar sagðist taka þeirri hvíld fagnandi en Selena Lott lék allan leikinn í kvöld og Emilie Hessedal tæpar 34 mínútur. „Hundrað prósent, hundrað prósent. Þetta er alltaf lúxusvandamálið mitt að taka þessar ákvarðanir. Ekki það að ég treysti ekki öðrum leikmönnum þá voru þær bara í góðum fíling. Selena Lott er búin að vera frábær og sérstaklega mikilvæg á boltanum fyrir okkur. Á leiðinni niður völlinn er hún okkar besti sendingamaður til þess að finna þessar snöggu opnanir.“ „Ég svolítið gaf henni það spil, ég spurði hana nokkrum sinnum hvort hún væri þreytt hún sagði bara „Nei, nei, ég er góð“ og svaraði því og átti bara flottan leik. En það verður gott að fá hvíldina líka og undirbúa sig fyrir það sem kemur.“ Rúnar er spenntur fyrir að sjá hvaða liði Njarðvíkingar mætir í úrslitum en Stjarnan tekur á móti Keflavík í Umhyggjuhöllinni á fimmtudaginn kemur. „Við förum og kíkjum þar á leik fjögur. Stjörnuliðið er búið að vera geggjað og sýna Keflvíkurliðinu að þær ætla ekkert að gefast upp. Ég örugglega bara poppa og horfi á þann leik og bíð spenntur að sjá hvaða lið við fáum í úrslitum.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira