Söngvakeppni og stríðsglæpir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:30 Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi. Þá er ég ekki að segja að Ríkisútvarp Íslands eða tónlistarfólkið sem keppir í ár hafi ekki átt annarra kosta völ en að taka þátt. Það var möguleiki, þó auðvitað hefði það ekki verið auðvelt. En, á endanum snýst þetta um ríkisstjórn Íslands og stefnu hennar í utanríkismálum. Keppnin er pólitískur gjörningur. Hvað sá samband evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir sér síðastliðið haust þegar það ákvað að standa með Ísrael í gegnum þykkt og þunnt? Hélt fólk að þetta myndi allt saman bara hætta ef það lokaði augunum og horfði í aðra átt? Ég veit það ekki af því að ég skil það ekki. Líklega sá enginn beinlínis fyrir sér að á meðan keppnin færi fram færi milljón manns undir hnífinn en það er samt væntanlega það sem er að fara að gerast í Rafah núna í vikunni. Hér eru nokkur atriði frá síðastliðnu hálfa ári sem íslenska ríkið leggur opinbera blessun sína yfir í kvöld: Aðför að fólki og lífi þeirra sem Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur úrskurðað að sé líklega þjóðarmorð. (Ég á í erfiðleikum með að ná utan um frasann „plausible genocide“ á íslensku.) Grimmileg aðför að líflínu Palestínufólks, UNRWA. (Og hér er Ísland ekki bara stuðningsmaður heldur gerandi.) Dráp á 35.000 manns (varlega talið) Að það sé ásættanlegt og eðlilegt að 70% fallinna séu konur og börn. Að hernaður þar sem tala munaðarlausra barna var í febrúar orðin 19.000 sé eðlilegur. Að 75 börn deyji á hverjum degi og 10 börn missi einn eða fleiri útlim. Að manngerðri hungursneyð sé beitt gagnvart 2 milljónum manna. Að fólk sem bíður eftir mat og hjálpargögnum sé myrt. Að starfsmenn hjálparsamtaka séu myrtir. Að eyðilegging húsa sé á við það sem gerðist síðast í seinni heimsstyrjöldinni. Að spítalar séu herteknir og eyðilagðir. Að herinn skilji eftir sig fjöldagrafir með hundruðum illa leikinna líkama á spítölum. Að læknum og hjúkrunarfræðingum sé rænt og þeir myrtir. Að aflimanir fari fram án deyfingar. Að háskólar séu sprengdir í loft upp. Að kennarar og nemendur séu drepnir. Að mörg hundruð ára, stundum þúsund ára, gömlum menningarminjum sé rústað. Að skjalasafn sé sprengt í loft upp. Að bókasöfn séu sprengd í loft upp. Að börn séu skotin í höfuðið. Að fjölmiðlafólk sé skotmark. Að fjölskyldur Hamasliða séu skotmörk. Að fólk sé handtekið án dóms og laga og pyntað í fangelsum, upp að því marki að aflimanir vegna illrar meðferðar séu „routine event“. Að fólk sem heldur á hvítum fánum og leiðir börn sér við hönd sé skotið á færi. Að 6 ára stúlka í bíl fullum af sundurskotnum líkum sé notuð sem tálbeita til að sprengja sjúkrabíl í loft upp, áður en hún er sjálf myrt. Að hvítur fosfór sé notaður í hernaði. (Ef þið vitið ekki hvaða áhrif hvítur fosfór hefur á mannshúð þá tekur enga stund að myndagúgla.) Að fólk sé sprengt í tætlur í tjöldum þegar það á ekki lengur í nein hús að venda. Að hálfnaktir menn á flótta frá kvölurum sínum með hvíta fána séu skotnir á færi. (Þið munið eftir ísraelsku gíslunum? Svo voru allir gíslarnir sem fundust kafnaðir í jarðgöngum og voru líklega líka fórnarlömb ísraelska hersins.) Að ísraelsk stjórnvöld hunsi háværa fjöldahreyfingu innanlands sem vill fá gíslana heim. Að grafið sé undan Sameinuðu þjóðunum og mikilvægum alþjóðalögum og -stofnunum. Nú nenni ég ekki að telja meira upp en þetta er þeir helstu stríðsglæpir sem Ísland tekur virkan þátt í að leyfa að viðgangast. Íslensk stjórnvöld styðja þetta og sá stuðningur er sýndur í verki í kvöld í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það eina sem við getum gert núna er að horfa ekki. Höfundur hefur áhyggjur af því samfélagi sem hafnar ekki stríðsglæpum og þjóðarmorði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun