Prófsteinninn Katrín Harðardóttir skrifar 7. maí 2024 14:01 Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun