Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 20:04 Gísli er stærsti túlípanaræktandi landsins með sínu fólki í Dalsgarði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mæðradagurinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira