„Dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, ekki sáttur með meðferðina á Lautier. Vísir/Anton Brink Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við súrt eins stigs tap, 68-67, gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld en úrslit leiksins réðust á vítalínunni. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga var ekki sáttur við dómgæsluna undir lokin. „Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
„Þetta var bara 50/50 leikur í lokin. Það var bara „dómur þarna í restina sem ákveður úrslitin“ og það er ofboðslega vont að tapa svoleiðis.“ Benedikt sagði erfitt að kyngja því að úrslitin hefðu ráðist á þennan hátt en hann var harður á því að villan sem dæmd var á Mario Matasovic hefði einfaldlega verið rangur dómur. „Ef hann hefði brotið þá væri auðveldra að lifa með þessu en hann braut ekki. Menn geta skoðað það og meira að segja Kristinn segir það og Mario talar um það, hann snerti hann ekki. Það er það sem gerir þetta svo sárt.“ „Auðvitað teygir hann sig eitthvað í áttina að honum en það verður samt að vera snerting. Þó hann hafi strokið hann eitthvað aðeins, ef þú lest leikinn þá læturðu þetta ekki ráða úrslitum. Þú lætur bara leikmennina klára leikinn og annað hvort liðið vinnur.“ Valsmenn skoruðu aðeins átta stig í lokaleikhlutanum og fimm þeirra komu af vítalínunni síðustu einu og hálfu mínútuna. Benni sagði að það þyrfti ekki að koma neinum á óvart að skorið væri lágt í þessum leikjum. „Bæði lið náttúrulega spila hörku vörn og eru búin að gera það allt einvígið. Svona í bland við síðan bara slæma hittni og svona. Þetta eru leikir með lágu skori meira og minna, þannig er bara þessi sería. Ef fólk vill fá fullt af stigum þá bara mætir það á hina seríuna.“ „Bæði lið eru bara að gera hinu liðinu erfitt fyrir og þröngva í hluti sem þau vilja ekkert endilega gera. Það fer í báðar áttir. Hugsanlega verður það bara þannig áfram, það kemur í ljós.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum