„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í sextíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 22:09 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. „Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
„Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni