„Ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í sextíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 22:09 Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði átta mörk fyrir Ísland í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gísli Þorgeir Kristjánsson átti hörkuleik fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta er liðið vann 25 marka risasigur gegn Eistlandi í undankeppni HM í kvöld, 50-25. „Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Mér fannst við bara vera hrikalega flottir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Að skora 50 mörk í einum handboltaleik, það er ekki oft sem það gerist,“ sagði Gísli í leikslok. „Ég er bara gríðarlega sáttur með það hvernig við komum inn í leikinn. Að gera þetta af fullum krafti og gera þetta svona vel eins og við gerðum.“ Fimmtugasta mark Íslands í leiknum kom ekki fyrr en á síðustu sekúndu leiksins þegar Orri Freyr Þorkelsson brunaði fram í hraðaupphlaup. Gísli segir að liðið hafi sett sér það markmið að skora fimmtíu mörk og að það hafi vissulega tekist, þó það hafi staðið tæpt. „Það stóð tæpt, en það hafðist. Þegar þeir tóku leikhlé á 52. mínútu þá settum við okkur það markmið að fimmtíu mörk væri möguleiki og það hafðist,“ sagði Gísli léttur. Hann er þó sérstaklega ánægður með það að íslenska liðið hafi ekki leyft sér að slaka á í síðari hálfleik, þrátt fyrir að leiða með fjórtán mörkum í hléi. „Þetta var eitthvað sem við töluðum um í hálfleik. Þetta er oft eitthvað sem lið tala um, að ætla ekki að slaka á, en síðan einhvernveginn gerist það samt. Við vorum mjög fastir á því að gera þetta af sama krafti og við gerðum í fyrri hálfleik og ég er mjög ánægður að við sýndum þá hlið að við getum verið góðir í 60 mínútur í einum handboltaleik. Bara gríðarlega stoltur.“ Þá segir hann mikilvægt að taka þessa frammistöðu með liðinu í næsta leik gegn Eistum sem er á laugardaginn. „Við ætlum að gera þetta eins vel á laugardaginn á móti þeim og vinna það líka bara örugglega,“ sagði Gísli að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti